Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bjartsýn og vongóð um betri tíð
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 10:58

Bjartsýn og vongóð um betri tíð

Ég hef eins og allir Íslendingar farið í gegnum miklar tilfinningar síðan 6. október 2008. Ég hef verið reið, hrædd, vonlaus og bjartsýn vegna efnahagsástandsins. Nú er ég bjartsýn og trúi að þjóðin nái sér á ný og eigi bjarta framtíð.

Það kostar ekkert að hugsa eða anda en það kostar að lifa. Við megum ekki horfa á eftir launþegum úr landinu. Lífsskilyrði verða ekki bætt með bótum, heldur vinnu. Atvinnulausir á öllum aldri, konur og karlar bíða eftir tækifærum, lausnum og hvatningu. Nauðsynlegt er að styrkja sjávarútveg, iðnað og landbúnað, draga úr innflutningi tímabundið og reyna að ná jafnvægi með öllum tiltækum ráðum.

Ég gef sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi kost á að merkja við nafn mitt í prófkjöri 14.mars. Ég á erindi í stjórnmál vegna reynslu, áhuga á mönnum, málefnum og menntun. Ég hef sterka réttlætiskennd og fordæmi þá sem reyna að komast hjá því að greiða skatta. Við lifum ekki í skattaparadís en við búum heldur ekki við ósanngirni. Það verður að uppræta spillingu og upphefja góð gildi.

Hver og einn einstaklingur er mikilvægur í okkar samfélagi og verður að búa svo um að hann njóti sín. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og bið um stuðning í  5.sætið á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.

------
Ingigerður er ritari Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings síðan 2007 og hefur frá unga aldri gengt trúnaðarstörfum í ýmsum félagasamtökum. Hún er menntaður grunnskólakennari og kenndi í grunn- og framhaldsskólum í tíu ár. Frá árinu 2007 hefur hún stundað framhaldsnám við Háskóla Íslands í viðskiptasiðfræði og blaða- og fréttamennsku. Hún starfaði sem blaðamaður og fréttaljósmyndari samhliða námi.

Ingigerður er verkefnastjóri FFGÍR, Félags foreldra og foreldraráða í grunnskólum Reykjanesbæjar, ásamt námi í HÍ.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024