Bíll slökkviliðsstjóra notaður til að sinna beiðni um sjúkraflutning
Um margra ára skeið hafa fjórir sjúkrabílar verið staðsettir hjá B.S. þar af hefur einn bíll verið skilgreindur sem varabíll fyrir Suðurnesin, þannig hafa alltaf verið 3 bílar tiltækir í sjúkraflutning.Nú hefur 4 sjúkrabíllinn verið tekinn frá B.S. þannig að eftir standa 3 sjúkrabílar sem þýðir að einungis 2 sjúkrabílar tiltækir í útköll þegar viðhaldi er sinnt.
Á hverju ári hafa komið nokkur tilvik þar sem allir fjórir sjúkrabílar sinna úkalli á sama tíma. Í 20 skipti á þessu ári hafa 3 sjúkrabílar farið samtímis í útkall.
Mikið hefur verið að gera s.l. sólarhring sem náði hámarki í gærkveldi og s.l. nótt en þá voru allir sjúkrabílar B.S. samtímis að sinna útköllum, þar af einn í sjúkraflutningi á LSH, sem er Reykjavíkurflutningur, en þeim hefur fjölgað verulega milli ára, við þessar aðstæður kom beiðni um fjórða sjúkraflutninginn, en þar sem enginn sjúkrabíll var tiltækur var brugðið á það ráð að senda sjúkraflutningamenn á bíl slökkviliðsstjóra í útkallið til þess að sinna viðkomandi sjúklingi.
Viðbúið er að á komandi tímum þurfum við að senda sjúkraflutningamenn á örum bíl en sjúkrabíl til þess að sinna sjúklingum á vettvangi þar til sjúkrabíll verður tiltækur til þess að sinna útkallinu.
Til þess að sinna útköllum s.l. nótt þurfti að kalla 5 starfsmenn á aukavakt til viðbótar 4. manna vakt, þannig var um 40% af fastráðnum starfsmönnum B.S.við vinnu í nótt.
Sjúkraflutningar eru sannanlega grunnþjónusta og þegar þrengt er að mjög svo að mililvægum rekstri HSS, finnum við hjá B.S. mjög fyrir auknu álagi á starfsemina og er nauðsyðnlegt að standa þéttan vörð um þá þjónustu sem B.S. veitir íbúum Suðurnesja.
Jón Guðlaugsson
Slökkviliðsstjóri B.S.