Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Biðlað til allra sem eru aflögufærir
Þriðjudagur 13. desember 2011 kl. 10:15

Biðlað til allra sem eru aflögufærir

Anna Jónsdóttir verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum biðlar til allra sem eru aflögufærir að hugsa til fjölskyldna sem minna mega sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Okkur vantar tilfinnanlega hreinlætisvörur, tannbursta, tannkrem, sápur, sjampó, dömubindi og ýmislegt fleyra sem fólk hefur ekki efni á.

Og ekki megum við gleyma eldri borgurum sem til okkar koma og hafa lítið á milli handanna. Það kom til okkar maður á miðjum aldri sem hefur lítið á milli handanna. Hann fékk hjá okkur peysu og í næstu úthlutun sýndi hann okkur hvernig hann hafði útbúið sér sokka úr peysunni.

Ég skora á alla sem geta...Ung hjón komu til okkar fyrir nokkru og gáfu matvöru. Hjónin sem eiga Tjarnagrill gáfu 100 máltíðir. Hvítasunnukirkjan í Keflavík gaf peningagjöf.

Einnig langar mig að koma á framfæri þakklæti til Pálma og Adams sem eiga Center Keflavík. Þeir hafa verið einstaklega liðlegir við okkur og hafa lagt til húsnæði endurgjaldslaust þegar á hefur þurft að halda.

Höfum kærleikan ávallt í fyrirrúmi og munum að margt smátt gerir eitt stórt. Að lokum vil ég nefna að í horninu við Nettó er hægt að skilja eftir pakka sem úthlutað verður til barnafjölskyldna sem til okkar leita fyrir jólin.

Anna Jónsdóttir,
verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum