Betri helmingurinn!
Bæjarfélag eins og Reykjanesbær byggist upp á einstaklingum og hinum ýmsu starfshópum fólks s.s. stjórnmálamönnum, atvinnurekendum, kennurum, læknum, verkafólki o.s.frv. Í öllum framangreindum starfsgreinum eru konur sem standa fyrir sínu - hver á sínu sviði. Ein stétt bæjarins er þó nær eingöngu skipuð konum þ.e. leikskólakennarastéttin en þar er unnið metnaðarfullt starf.Starfsfólk leikskóla sér um það mikilvæga hlutverk að móta börnin okkar á viðkvæmasta æviskeiði þeirra frá tveggja til sex ára aldurs. Í nútímaþjóðfélagi er uppeldishlutverk leikskólanna meira en áður enda flest börn í heilsdagsvistun þ.e. í 8-9 tíma alla virka daga og meiri kröfur því gerðar til starfsfólksins. Áríðandi er því að hlúa vel að starfsmönnum leikskólanna og tryggja sem minnsta starfsmannaveltu þar sem stöðug þjálfun og þekking starfsfólksins er undirstaða árangurs.
Hver leikskóli er í raun sjálfstætt fyrirtæki með sinn leikskólastjóra (framkvæmdarstjóra) sem sér um alla þætti starfseminar í samvinnu við sitt starfsfólk starfsfólk leikskólans. Leikskólastjóri sinnir í dag mikilvægum stjórnunarstörfum sem tengjast starfsmannamálum, uppeldisstörfum, kennslu og skipulagi. Ekki má gleyma að í leikskólum bæjarins eru líka margir hæfir og góðir leiðbeinendur en hvatning til frekara náms er þó alltaf af hinu góða. Í dag stunda 13 leiðbeinendur fjarnám við Háskólann á Akureyri og er það vel. Þá hefur Reykjanesbæ nú þegar stigið það mikilvæga byrjunarskref að auka faglegt og fjárhagslegt sjálfræði leikskólanna.
Leikskólamál í Reykjanesbæ eru í stöðugri sókn og hafa bæjaryfirvöld lagt sig fram í þessum málaflokki með byggingu leikskóla og stækkunar á eldri leikskólum og eru biðlistar barna eldri en 2 ára nú með minnsta móti. Þá er á framkvæmdaráætlun bygging nýs leikskóla innan tveggja ára.
Sem faðir fjögurra telpna hef ég notið þrautseigu og dugnaðar starfsfólks leikskóla bæjarins. Sem varabæjarfulltrúi hef ég fylgst með gangi mála og komið með ábendingar. Sem ráðandi bæjarfulltrúi hyggst ég beita mér fyrir að útrýma biðlistum 2 ára barna, skapa börnum og starfsmönnum gott vinnuumhverfi, leita leiða til að auka hlutfall fagmenntaðs fólks og tryggja þannig starfstéttinni betri kjör. Við færum orð í efndir.
Steinþór Jónsson.
Höfundur er í 4. sæti á D-lista sjálfstæðismanna í næstu bæjarstjórnarkosningum.
Hver leikskóli er í raun sjálfstætt fyrirtæki með sinn leikskólastjóra (framkvæmdarstjóra) sem sér um alla þætti starfseminar í samvinnu við sitt starfsfólk starfsfólk leikskólans. Leikskólastjóri sinnir í dag mikilvægum stjórnunarstörfum sem tengjast starfsmannamálum, uppeldisstörfum, kennslu og skipulagi. Ekki má gleyma að í leikskólum bæjarins eru líka margir hæfir og góðir leiðbeinendur en hvatning til frekara náms er þó alltaf af hinu góða. Í dag stunda 13 leiðbeinendur fjarnám við Háskólann á Akureyri og er það vel. Þá hefur Reykjanesbæ nú þegar stigið það mikilvæga byrjunarskref að auka faglegt og fjárhagslegt sjálfræði leikskólanna.
Leikskólamál í Reykjanesbæ eru í stöðugri sókn og hafa bæjaryfirvöld lagt sig fram í þessum málaflokki með byggingu leikskóla og stækkunar á eldri leikskólum og eru biðlistar barna eldri en 2 ára nú með minnsta móti. Þá er á framkvæmdaráætlun bygging nýs leikskóla innan tveggja ára.
Sem faðir fjögurra telpna hef ég notið þrautseigu og dugnaðar starfsfólks leikskóla bæjarins. Sem varabæjarfulltrúi hef ég fylgst með gangi mála og komið með ábendingar. Sem ráðandi bæjarfulltrúi hyggst ég beita mér fyrir að útrýma biðlistum 2 ára barna, skapa börnum og starfsmönnum gott vinnuumhverfi, leita leiða til að auka hlutfall fagmenntaðs fólks og tryggja þannig starfstéttinni betri kjör. Við færum orð í efndir.
Steinþór Jónsson.
Höfundur er í 4. sæti á D-lista sjálfstæðismanna í næstu bæjarstjórnarkosningum.