Betri bær - stofnfundur á mánudaginn
Umræða um Reykjanesbæ, hefur farið vaxandi síðustu misseri, og fleiri og fleiri eru að uppgötva hvað við í raun búum í skemmtilegum bæ. Uppgangurinn má segja að hafi byrjað þegar Ljósanótt kom okkur á kortið, og gerði Reykjanesbæ að spennandi stað til að heimsækja fyrir brottflutta Suðurnesjamenn, og alla forvitna Íslendinga, og ekki síst okkur bæjarbúa. Ljósanótt hefur stækkað og dafnað ár frá ári, og stefnir í að verða enn glæsilegri í ár en á síðasta ári. Einnig er bærinn að festa sig í sessi sem mesti jólabær á landinu. Vitað er um marga sem koma sér ferð frá höfuðborgasvæðinu og víðar, einungis til að skoða skreytingarnar hér í Reykjanesbæ. Fólk kemst ekki í rétt jólaskap fyrr en það er búið að skoða öll ljósin í bænum og þá sérstaklega hjá Grétari (J)Óla
Ný liðinn lifandi laugardagur sýndi okkur að fólk tekur því fagnandi þegar einhverjar uppákomur eru í bænum. Því er það okkur sem erum að þjónusta bæjarbúa hvatning til enn frekari verka.
Næstkomandi mánudag verða stofnuð samtök fyrirtækja og áhugasamra um betri bæ.
Markmið samtakana er að vinna að sameiginlegum hagsmunum fyrirtækja í bænum, standa fyrir lifandi laugardögum reglulega, vera í samstarfi við bæjaryfirvöld, félagssamtök og alla þá sem áhuga hafa á að gera góðan bæ betri. Hugmyndir eru um td. gjafakort til nota í Reykjanesbæ, sem hægt yrði að nota í verslunum, matsölustöðum, eða gististöðum. Þemadaga í tengslum við lifandi laugardaga, (bíladagur, götumarkaður, skóladagur, íþróttadagur). Þetta er einungis brot af þeim hugmyndum sem komið hafa fram, og viljum við hvetja áhugasama að senda okkur hugmyndir á netfangið okkar [email protected]
Stofnfundur þessa samtaka á að fara fram mánudaginn 18. ágúst á Ránni kl 20:00. Og viljum við í undirbúningsnefnd hvetja alla sem áhuga hafa á að efla bæinn okkar að mæta.
Rúnar Ingi Hannah
Ný liðinn lifandi laugardagur sýndi okkur að fólk tekur því fagnandi þegar einhverjar uppákomur eru í bænum. Því er það okkur sem erum að þjónusta bæjarbúa hvatning til enn frekari verka.
Næstkomandi mánudag verða stofnuð samtök fyrirtækja og áhugasamra um betri bæ.
Markmið samtakana er að vinna að sameiginlegum hagsmunum fyrirtækja í bænum, standa fyrir lifandi laugardögum reglulega, vera í samstarfi við bæjaryfirvöld, félagssamtök og alla þá sem áhuga hafa á að gera góðan bæ betri. Hugmyndir eru um td. gjafakort til nota í Reykjanesbæ, sem hægt yrði að nota í verslunum, matsölustöðum, eða gististöðum. Þemadaga í tengslum við lifandi laugardaga, (bíladagur, götumarkaður, skóladagur, íþróttadagur). Þetta er einungis brot af þeim hugmyndum sem komið hafa fram, og viljum við hvetja áhugasama að senda okkur hugmyndir á netfangið okkar [email protected]
Stofnfundur þessa samtaka á að fara fram mánudaginn 18. ágúst á Ránni kl 20:00. Og viljum við í undirbúningsnefnd hvetja alla sem áhuga hafa á að efla bæinn okkar að mæta.
Rúnar Ingi Hannah