Betra að velta en verða manni að bana
Víkurfréttum hefur borist athugasemd við frétt um veltu flutningabíls við Bláa lónið og þar hefði bílstjórinn misst stjórn á bílnum.
„Mér bílstjóranum finnst rétt að gagnrýna þessa fullyrðingu og óska leiðréttingar um leið og atburður þessi er útskýrður, en rétt hefði verið að afla upplýsinga á staðnum áður en fjallað var um þennan atburð.
Ekki var um það að ræða að missa stjórn á bifreiðinni enda um mjög stöðugan nýjan bíl að ræða á nýjum snjódekkjum. Hér var um að ræða umferðarslys á einum hættulegasta vegarkafla sem fyrirfinnst á landinu. Vegurinn er mjór og allskonar fólk sem um hann fer bæði góðir og slæmir bílstjórar, útlendingar á bílaleigubílum sem íslendingar.
Þennan dag var töluverður snjór á veginum og höfðum við bílstjórarnir sem vorum þarna við vinnu verið mestu vandræðum með akstur þar sem flestir bílar sem við þurftum að mæta, viku ekki út úr hjólförum þ.e.a.s. óku eftir miðjum veginum. Þannig var í þessu umrædda tilffelli nema að nú nauðhemlaði ökumaður bifreiðarinnar sem á móti kom u.þ.b. sem verið var að mætast og við það snerist bíllinn með afturendann undan halla vegarins og framendann í veg fyrir trukkinn.
Trukkurinn var rétt áður búinn að mæta öðrum bíl á gatnamótum og var kominn á 40 - 50 km hraða aftur þegar þetta gerist. Ökumaður fólksbílsins sem virtist vera kona með börn í aftursæti, eða síðhærður karlmaður tók sem sagt þennan kost á miðjum veginum og lýtur út fyrir “panic“.
Bílstjóri flutningabíls að heildarþunga yfir 40 tonn hefur ekki marga kosti í þessari stöðu taka verður ákvörðun á augabragði. Um nokkra kosti var að ræða:
1. nauðhemla í hálkunni og eiga það á hættu að vagninn rynni út á hlið undan halla vegarins og á fólksbílinn.
2. aka beint áfram sömu stefnu öruggur á veginum en beint á fólksbílinn.
3. aka beint út af veginum og spyrja að leikslokum, eða reyna að taka framhjá á kantinum vitandi að hætta var á veltu ef það tækist ekki.
Síðast kosturinn var valinn og er augljóst að ekki var langur umhugsunarfrestur. Vörubíllinn valt en ég fullyrði að allir eru sammála um að það var þó betri kostur en verða hugsanlega manneskjum að bana með ákeyrslu. Allavega hefði ég ekki viljað lifa með því.
Hins vegar kom það mér á óvart að fólksbíllinn var hvergi sjáanlegur og ökumaðurinn kom ekki til að huga að mér en hann eða hún hlýtur að hafa gert sér fulla grein fyrir hvað þarna hafði gerst og hugsanlega væri bílstjórinn stórslasaður. Nei það var valinn sá kostur að láta sig hverfa af vettvangi og það hefur valdið mér hugarangri um hvort við séum orðin svona forhert yfirleitt.
Ég hef ekið um alla vegi landsins nánast í yfir 30 ár á bæði stórum sem smáum bílum. Þessi vegur að bláa lóninu og sá akstursmáti sem maður upplifir þar er með því hættulegra ef ekki það hættulegasta sem ég hef reynt,“ segir í bréfi frá bílstjóra vörubifreiðarinnar til Víkurfrétta.
Frá blaðamanni:
Blaðamaður Víkurfrétta leitaði upplýsinga hjá lögreglu áður en fréttin var skrifuð og er frétt blaðsins byggð á þeim upplýsingum. Um er að ræða upplýsingar sem eru fengnar áður en lögreglumenn á vettvangi hafa skilað skýrslu um slysið. Það er regla hjá Víkurfréttum að leita ávallt upplýsinga hjá löreglu þegar birtar eru fréttir af slysum. Hafa ber í huga að þær upplýsingar sem fást þegar rannsóknargögn eru ekki komin í hús geta reynst ófullnægjandi, þ.e. hvort í þessu tilviki ökumaður hafi misst stjórn á bifreið og velt henni út í móa eða hvort bílstjórinn hafi kosið að aka bíl sínum út í móa með fyrrgreindum afleiðingum. Hafi fréttin valdið óþægindum er beðist velvirðingar á því.
„Mér bílstjóranum finnst rétt að gagnrýna þessa fullyrðingu og óska leiðréttingar um leið og atburður þessi er útskýrður, en rétt hefði verið að afla upplýsinga á staðnum áður en fjallað var um þennan atburð.
Ekki var um það að ræða að missa stjórn á bifreiðinni enda um mjög stöðugan nýjan bíl að ræða á nýjum snjódekkjum. Hér var um að ræða umferðarslys á einum hættulegasta vegarkafla sem fyrirfinnst á landinu. Vegurinn er mjór og allskonar fólk sem um hann fer bæði góðir og slæmir bílstjórar, útlendingar á bílaleigubílum sem íslendingar.
Þennan dag var töluverður snjór á veginum og höfðum við bílstjórarnir sem vorum þarna við vinnu verið mestu vandræðum með akstur þar sem flestir bílar sem við þurftum að mæta, viku ekki út úr hjólförum þ.e.a.s. óku eftir miðjum veginum. Þannig var í þessu umrædda tilffelli nema að nú nauðhemlaði ökumaður bifreiðarinnar sem á móti kom u.þ.b. sem verið var að mætast og við það snerist bíllinn með afturendann undan halla vegarins og framendann í veg fyrir trukkinn.
Trukkurinn var rétt áður búinn að mæta öðrum bíl á gatnamótum og var kominn á 40 - 50 km hraða aftur þegar þetta gerist. Ökumaður fólksbílsins sem virtist vera kona með börn í aftursæti, eða síðhærður karlmaður tók sem sagt þennan kost á miðjum veginum og lýtur út fyrir “panic“.
Bílstjóri flutningabíls að heildarþunga yfir 40 tonn hefur ekki marga kosti í þessari stöðu taka verður ákvörðun á augabragði. Um nokkra kosti var að ræða:
1. nauðhemla í hálkunni og eiga það á hættu að vagninn rynni út á hlið undan halla vegarins og á fólksbílinn.
2. aka beint áfram sömu stefnu öruggur á veginum en beint á fólksbílinn.
3. aka beint út af veginum og spyrja að leikslokum, eða reyna að taka framhjá á kantinum vitandi að hætta var á veltu ef það tækist ekki.
Síðast kosturinn var valinn og er augljóst að ekki var langur umhugsunarfrestur. Vörubíllinn valt en ég fullyrði að allir eru sammála um að það var þó betri kostur en verða hugsanlega manneskjum að bana með ákeyrslu. Allavega hefði ég ekki viljað lifa með því.
Hins vegar kom það mér á óvart að fólksbíllinn var hvergi sjáanlegur og ökumaðurinn kom ekki til að huga að mér en hann eða hún hlýtur að hafa gert sér fulla grein fyrir hvað þarna hafði gerst og hugsanlega væri bílstjórinn stórslasaður. Nei það var valinn sá kostur að láta sig hverfa af vettvangi og það hefur valdið mér hugarangri um hvort við séum orðin svona forhert yfirleitt.
Ég hef ekið um alla vegi landsins nánast í yfir 30 ár á bæði stórum sem smáum bílum. Þessi vegur að bláa lóninu og sá akstursmáti sem maður upplifir þar er með því hættulegra ef ekki það hættulegasta sem ég hef reynt,“ segir í bréfi frá bílstjóra vörubifreiðarinnar til Víkurfrétta.
Frá blaðamanni:
Blaðamaður Víkurfrétta leitaði upplýsinga hjá lögreglu áður en fréttin var skrifuð og er frétt blaðsins byggð á þeim upplýsingum. Um er að ræða upplýsingar sem eru fengnar áður en lögreglumenn á vettvangi hafa skilað skýrslu um slysið. Það er regla hjá Víkurfréttum að leita ávallt upplýsinga hjá löreglu þegar birtar eru fréttir af slysum. Hafa ber í huga að þær upplýsingar sem fást þegar rannsóknargögn eru ekki komin í hús geta reynst ófullnægjandi, þ.e. hvort í þessu tilviki ökumaður hafi misst stjórn á bifreið og velt henni út í móa eða hvort bílstjórinn hafi kosið að aka bíl sínum út í móa með fyrrgreindum afleiðingum. Hafi fréttin valdið óþægindum er beðist velvirðingar á því.