Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Beitumenn með bölv og þras, beran egna krókinn
Þriðjudagur 13. apríl 2004 kl. 15:05

Beitumenn með bölv og þras, beran egna krókinn

Í nýjasta blaði Víkurfrétta dags. 7. apríl  er skemmtileg umfjöllun á bls. 19 undir dálkinum “Starfið mitt.”  Þar er viðtal við konu í beitningaskúr í Sandgerði, Önnu Sigurðardóttur, sem er sjálfsagt ein fárra kvenna sem stunda beitningu nú á tímum, egnir krókinn hvort heldur með síld eða smokkfiski.
Fyrir margt löngu, þegar ég beitti hjá Miðnesi í Sandgerði í rauðu beitningaskúrunum, datt mér í hug að yrkja ljóð um þessa iðn, kappið og gauraganginn, brandarana og mælskuna sem fylgir starfanum.  Í beinu framhaldi skundaði ég í skúrinn með strengjabrettið undir hendinni (kassagítar) og flutti eftirfarandi óð eða texta og söng við gamalt Presley-lag sem Billy Swan endurvakti fyrir nokkrum árum og heitir „I can help.“
Þá er bara að þenja raddböndin eins og beitningafélagarnir gerðu í skúrnum forðum og sjá hvernig til tekst.

Komdu í kapp
Ef þú ert í vanda, segðu hver hann er.
Er þessi öngull eitthvað svakalega þver?
Réttu mér, ég skal sýna þér, réttu mér.
Þú getur hraðann leitt
þína flækjuvöndla greitt
yfirleitt.

Beygir sveittur beitarinn sig yfir þvælda stampinn sinn.
Í halarófu hersingin hún æðir út í frystirinn
og aftur iiiinnn.

Átu étnar fingur, bakverkur og stingur,
við beitninguna slyngur, Konni sólarhringur.
Komdu í kapp, ég skal sýna þér, komdu í kapp.
Þú getur hraðann leitt,
þína flækjuvöndla greitt
yfirleitt.

Beygir sveittur beitarinn sig yfir þvælda…………….

Þó að Tóti fljóti, róti öngladóti,
bölsóti og blóti, verri en Skóti upp í móti.
Komdu í kapp, ég skal sýna þér, komdu í kapp.
Þú getur hraðann leitt,
þína flækjuvöndla greitt
yfirleitt.

Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ.









Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024