Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Beina leið áfram
Laugardagur 11. janúar 2020 kl. 07:46

Beina leið áfram

Reykjanesbær sem sveitarfélag hefur undangengin ár þurft að takast á við fjölmargar áskoranir og fjölmargar áskoranir bíða okkar á nýju ári. Þó er með réttu hægt að halda því fram að hagur sveitarfélagsins okkar hafi farið batnandi og er því ekki síst að þakka þeim vilja og viðleitni starfsmanna til þess að koma sveitarfélaginu á réttan kjöl.

Á köflum hefur það verið snúið og erfitt en nú horfir til betri vegar í þeim efnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auknar fjárfestingar

Samkvæmt fjárhagsáætlun er verið að reikna með verulegum fjárfestingum á nýju ári sem veita munu viðnám gegn auknu atvinnuleysi.

Fjárfestingar vegna Stapaskóla munu nema um 2,5 milljörðum króna á þessu ári, en ásamt þeirri fjárfestingu er gert ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 700 milljónir til viðbótar. Áætlað er að fara í endurbætur á útisvæði sundmiðstöðvarinnar (Vatnaveröld) sem kosta 200 milljónir króna og þá er einnig ráðgert að fjárfesta í gerfigrasvelli vestan Reykjaneshallar fyrir rúmar 200 milljónir. Þá mun einnig verða farið í ýmis önnur verkefni s.s körfu- og sparkvöll á Ásbrú svo dæmi sé tekið.

Aukin þjónusta

Á sama tíma er verið að bæta þjónustu við íbúa. Nú hefur verið ákveðin lækkun á fasteignaskatti og veita á talsverðum fjármunum í að bæta stöðu íbúa.

Hvatagreiðslur verða hækkaðar, ókeypis verður í sund fyrir ungmenni bæjarins, aukinn stuðningur við barnmargar fjölskyldur vegna mataráskriftar í skólum.

Þá er stuðningur sveitarfélagsins við ungmenni sem fara í landsliðsferðir tvöfaldaður ásamt því að gerðir verða samstarfssamingar við íþróttafélögin sem mun gera þeim betur kleift að sinna því góða starfi sem þar fer fram.

Áfram á sömu braut

Reykjanesbær hefur á mörgum sviðum verið brautryðjandi. Við vorum fyrst stórra sveitarfélaga til að bjóða upp á ókeypis námsgögn í grunnskólum og við höfum ráðið til okkar lýðheilsufræðing til þess að vinna að lýðheilsumálum ásamt því að hafa hér starfandi verkefnastjóra fjölmenningar.

Við ætlum að halda áfram á sömu braut á nýju ári.

Gleðilegt nýtt ár.

Guðbrandur Einarsson,
bæjarfulltrúi og
oddviti Beinnar leiðar.