Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Baráttan heldur áfram
Miðvikudagur 19. október 2022 kl. 11:35

Baráttan heldur áfram

Öldungaráð Suðurnesja var stofnað í nóvember 2014. Öldungaráð er skipað fulltrúum sveitarfélaganna frá Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélagsins Voga. Einnig tilnefnir Félag eldri borgara á Suðurnesjum sína fulltrúa. Styrktarfélag HSS á einnig fulltrúa.

Hlutverk Öldungaráðs Suðurnesja er að gæta hagsmuna eldri borgara á Suðurnesjum. Öldungaráð hefur á þessum árum barist fyrir því að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu, einnig fyrir því að heilsugæslustöðvar verði fleiri á Suðurnesjum sem og fjölgun dag-dvalarrýma. Öldungaráð hefur gagnrýnt að ríkisvaldið hefur ekki aukið fjármagn til starfsemi HSS í samræmi við fjölgun íbúa á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sveitarfélögin gera mjög vel varðandi ýmsa þjónustu og aðbúnað fyrir aldraða og ber að þakka það.

Á þessum árum hafa nokkur skref verið stigin til hagsbóta fyrir þjónustu við eldri borgara. En það eru mörg stór, sameiginleg hagsmunamál sem krefjast þess að baráttan haldi áfram. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að Öldungaráð Suðurnesja starfi áfram.

Nú er það svo að samkvæmt lögum ber að skipa Öldungaráð í hverju sveitarfélagi og það ákvæði er uppfyllt hér á Suðurnesjum. Það er hið besta mál. Eftir sem áður er nauðsynlegt að hafa sameiginlegan vettvang til að ræða hagsmuni svæðisins í heild. Til þess þarf að hafa Öldungaráð Suðurnesja.

Aðalfundur Öldungaráðs Suðurnesja verður haldinn föstudaginn 21. október 2022 kl. 16:00 Nesvöllum.

Sigurður Jónsson,
formaður Öldungaráðs Suðurnesja.