Bæjarstjórnarfundir beint á Netið
Ég vil byrja á að óska Víkurfréttum til hamingju með nýtt og glæsilegt útlit á vefútgáfu sinni vf.is. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem skoða vefinn daglega og hef orðið vitni af frábæru starfi blaðsins við að uppfæra vefinn reglulega, oftast mörgum sinnum á dag. Þó að Víkurféttir séu svæðisbundinn fréttamiðill má bera hann saman við þá allra bestu hér á landi t.d. mbl.is en oft hef ég orðið vitni af hraðari uppfærslu frétta og greina á vf.is en þar.Sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ hef ég tekið eftir að blaðamaður frá Víkurfréttum er á hverjum einasta fundi og er það virðingarvert framtak blaðsins. Þá hafa aðrir fjölmiðlar verið á fundum enda aðstaða fyrir áheyrendur með miklum sóma.
Í ljósi þeirra gríðarlegu umferðar og árangur sem vf.is hefur náð til almennings mun ég beita mér fyrir að blaðmenn Víkurfrétta og annara fjölmiðla verði með þráðlausa nettengingu á bæjarstjórnarfundum í framtíðinni og geti þannig sent fréttir beint á netið meðan bæjarstjórnarfundir eru enn í gangi. Með þessum nýja möguleika geta Víkurfréttir á Netinu gert enn betur og tekið afgerandi forystu sem virkur netmiðil á Íslandi. Gæði skila árangri.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri.
Í ljósi þeirra gríðarlegu umferðar og árangur sem vf.is hefur náð til almennings mun ég beita mér fyrir að blaðmenn Víkurfrétta og annara fjölmiðla verði með þráðlausa nettengingu á bæjarstjórnarfundum í framtíðinni og geti þannig sent fréttir beint á netið meðan bæjarstjórnarfundir eru enn í gangi. Með þessum nýja möguleika geta Víkurfréttir á Netinu gert enn betur og tekið afgerandi forystu sem virkur netmiðil á Íslandi. Gæði skila árangri.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri.