Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur haldið 200 fundi
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar kom saman til 200. fundar að Tjarnargötu 12 í Keflavík nú síðdegis. Fá mál voru á dagskrá fundarins, sem var sá síðasti fyrir sumarfrí bæjarstjórnar. Það verður því bæjarráðs að sinna störfum bæjarstjórnar í sumarfríinu eða þar til um miðjan ágúst. Bæjarstjórn samþykkti tillögu þess efnis að láta útbúa minjagrip í tilefni af fundinum.Bæjarstjórn lét á sínum tíma útbúa minjagrip til bæjarfulltrúa vegna 100. fundar bæjarstjórnar. Nú verður útbúinn smekklegur gripur með áletruðum nöfnum allra bæjarfulltrúa sem sátu fundinn. Tillagan var samþykkt 11-0. Hins vegar er ekki ljóst hver gripurinn verður. Síðast var það blómavasi, en nú eru hugmyndir um að sandblása gler með nöfnum bæjarfulltrúa.
Fleiri fréttir úr bæjarstjórn síðar í kvöld.
Fleiri fréttir úr bæjarstjórn síðar í kvöld.