Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bæjarstjórn: Garður áfram sjálfstætt sveitarfélag
Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 11:48

Bæjarstjórn: Garður áfram sjálfstætt sveitarfélag

Á fundi Bæjarstjórnar Garðs í fyrradag gerðu fulltrúar Garðs í nefnd vegna sameiningakosninga þann 8.okt.n.k., þeir Ingimundur Þ.Guðnason og Arnar Sigurjónsson, grein fyrir störfum nefndarinnar. Kosið verður um það 8.okt. n.k. hvort íbúar Garðs vilji sameinast Sandgerði og Reykjanesbæ.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 6 atkvæðum F og I lista.Fulltrúi H-listans sat hjá.

Bæjarstjórn Garðs telur að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekið sem sjálfstætt sveitarfélag. Á undanförnum árum hefur orðið mikl uppbygging hér í Garði með mikilli fjölgun íbúðabygginga. Eftirsókn eftir íbúðalóðum heldur áfram og íbúum Garðs fjölgar mikið.

Staða sveitarfélagsins er sterk og framtíðarmöguleikar okkar eru miklir. Bæjarstjórn Garðs telur að það sé mun líklegra til jákvæðrar uppbyggingar að íbúar hér í Garði geti haft bein áhrif á ákvarðanatöku með vali á eigin nefndum og stjórnum. Með sameiningu í stóra einingu er mun líklegra að erfiðara verði fyrir okkur íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvarðanatökuna.

Bæjarstjórn Garðs hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér vel öll gögn sem lögð verða fram til upplýsinga um kosninguna 8. október. Bæjarstjórn Garðs hvetur íbúa til að gæta vel að hagsmunum okkar, þannig að okkar ágæta byggðarlag geti haldið áfram að vaxa og blómstra. Hver og einn kjósandi getur ráðið úrslitum um það hvernig Garðinum vegni í framtíðinni.

Af gardur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024