Bæjarfulltúar baka
Í tilefni þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október ætla bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ að hræra í köku eða tvær og baka vöfflur og bjóða uppá í laugardagsmorgunkaffi jafnaðarmanna sem verður samkvæmt venju í Samfylkingarsalnum Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn.
Magnús Orri Schram, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, sem gaf í síðustu viku út sína fyrstu bók „Við stöndum á tímamótum“ kemur einnig í heimsókn og les úr bók sinni.
Kosningamorgunkaffið byrjar kl. 10.00 og stendur til kl. 13.00. Verið velkomin og gleðilega lýðræðishátíð!
Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ