Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á móti fjölgun bílastæða við FS!
Miðvikudagur 3. mars 2004 kl. 15:00

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á móti fjölgun bílastæða við FS!

Í frétt á vf.is (þann 3. mars sl) kemur fram að Jóhann Geirdal fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi sett sig á móti drögum að deiliskipulagi meirihlutans um fjölgun bílastæða við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Í drögunum er gert ráð fyrir fleiri bílastæðum ofan við skólann á svokölluðu Holti. Jóhann vildi heldur sjá bílastæðin fyrir aftan Reykjaneshöllina og setja nokkur hundruð metra langan göngustíg að skólanum. En til gamans má geta að Reykjaneshöllin er í öðru póstnúmeri en Fjölbrautaskólinn! Má því segja að Jóhann Geirdal sé á móti fleiri bílastæðum við FS, þar sem Reykjaneshöllin er ekki við skólann.

Í kosningarbaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar kynntu ungir sjálfstæðismenn áherslur sínar fyrir núverandi kjörtímabil með því að dreifa miðum á framrúður bíla við skólann. Var þar meðal annars nefnd barátta þeirra fyrir fleiri bílastæðum við skólann. Jóhann Geirdal, fyrir hönd Samfylkingarinnar, svaraði með samskonar miða. Á þeim miða kom fram að fólk ætti ekki að bíða önnur átta ár eftir bílastæðunum heldur að kjósa sig og fá þau þannig fyrr. Nemendur í FS mega þakka fyrir að hafa ekki kosið Samfylkinguna, því þá er nokkuð ljóst að þeir þyrftu að bíða enn lengur - auk þess sem bílastæði FS yrðu í Njarðvíkurhverfi!

Þetta færir enn sterkari rök fyrir grein minni á homer.is sem heitir "Aumur minnihluti", og vonandi sýnir styrkur Heimis sig hér enn og aftur í þessu máli. En ungt fólk á Suðurnesjum og nemendur við fjölbrautarskólann geta treyst því að við munum veita okkar mönnum strangt aðhald í þessu máli sem og öðrum sem snertir ungt fólk.

Andri Örn Víðisson
Ritari Heimis, fus í Reykjanesbæ
www.homer.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024