B-listinn, skýr valkostur
Ágætu kjósendur. Á laugardaginn kjósum við nýja bæjarstjórn í Reykjanesbæ. Í kosningabaráttunni, sem nú er senn lokið, hafa flokkarnir keppst við að kynna stefnumál sín og frambjóðendur. Mörgum finnst stefnuskrárnar vera mjög svipaðar. Það er ekki óeðlilegt því í ekki stærra sveitarfélagi en okkar liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er brýnast að gera á hverjum tíma. En hver er þá munurinn á flokkunum? Í mínum huga liggur hann fyrst og fremst í grundvallarhugmyndafræði þeirra, þekkingu frambjóðendanna á þörfum íbúanna, reynslu leiðtoganna og þekkingu þeirra á málefnum sveitarfélagsins.
Nauðsynlegt, leiðandi afl.
Ég, sem efsti maður á lista Framsóknarflokksins, er eini leiðtoginn í framboði sem hef reynslu af því að vinna í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Við Framsóknarmenn höfum leitt alla stærstu málaflokkana á þessu kjörtímabili, og skipað úr okkar röðum formenn í skóla- og fræðsluráði, markaðs- og atvinnuráði, menningar- og safnaráði og barnaverndarráði. Auk þess höfum við átt formann Hafnarsamlagsins, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, stýrihóps einsetningar grunnskólans, Staðardagskrár 21 og nokkurra sameiginlega rekinna stofnna. Við höfum uppfyllt og staðið við 85% af þeim kosningaloforðum sem við gáfum fyrir síðustu kosningar og höfum því sýnt það og sannað að við erum traustsins verð, meinum það sem við segjum, segjum það sem við meinum og stöndum við stóru orðin. Auk þess að vinna að öllum þessum góðu málum hefur það verið okkar hlutverk að draga þá bæjarfulltrúa samstarfsflokksins, sem mest eru til hægri og helst vilja einkavæða allt, inn á miðjuna. Við erum því nauðsynlegt, leiðandi afl í meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Hinir valkostirnir
Ef við skoðum hina valkostina hefur leiðtogi Samfylkingarinnar enga reynslu af því að vera í meirihluta bæjarstjórnar, þrátt fyrir langan starfsaldur í sveitarstjórnarmálum. Sömu sögu er að segja um leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur enga reynslu af því að vera í meirihluta í Reykjanesbæ og aðeins nokkra mánaða reynslu sem leiðtogi í Reykjavík á síðasta áratug síðustu aldar.
Áframhaldandi uppbygging
Framboðslisti Framsóknarflokksins er skipaður 10 konum og 12 körlum á öllum aldri. Hópurinn hefur fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu og á listanum er fólk úr mörgum, mismunandi atvinnugreinum og hópum samfélagsins. Hann myndar því mjög góðan þverskurð af því samfélagi sem við búum í og er skýr valkostur fyrir kjósendur. Ef þú, ágæti kjósandi, ert ánægður með það sem gert hefur verið í Reykjanesbæ á síðustu árum, og vilt áframhaldandi uppbyggingu undir okkar forystu, setur þú X við B á kjördag því aðeins þannig tryggir þú að dýrmæt reynsla og þekking á þörfum íbúanna og málefnum sveitarfélagsins skili sér áfram inn í meirihluta næstu bæjarstjórnar.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
leiðtogi B-lista Framsóknarflokksins.
Nauðsynlegt, leiðandi afl.
Ég, sem efsti maður á lista Framsóknarflokksins, er eini leiðtoginn í framboði sem hef reynslu af því að vinna í meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Við Framsóknarmenn höfum leitt alla stærstu málaflokkana á þessu kjörtímabili, og skipað úr okkar röðum formenn í skóla- og fræðsluráði, markaðs- og atvinnuráði, menningar- og safnaráði og barnaverndarráði. Auk þess höfum við átt formann Hafnarsamlagsins, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, stýrihóps einsetningar grunnskólans, Staðardagskrár 21 og nokkurra sameiginlega rekinna stofnna. Við höfum uppfyllt og staðið við 85% af þeim kosningaloforðum sem við gáfum fyrir síðustu kosningar og höfum því sýnt það og sannað að við erum traustsins verð, meinum það sem við segjum, segjum það sem við meinum og stöndum við stóru orðin. Auk þess að vinna að öllum þessum góðu málum hefur það verið okkar hlutverk að draga þá bæjarfulltrúa samstarfsflokksins, sem mest eru til hægri og helst vilja einkavæða allt, inn á miðjuna. Við erum því nauðsynlegt, leiðandi afl í meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Hinir valkostirnir
Ef við skoðum hina valkostina hefur leiðtogi Samfylkingarinnar enga reynslu af því að vera í meirihluta bæjarstjórnar, þrátt fyrir langan starfsaldur í sveitarstjórnarmálum. Sömu sögu er að segja um leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur enga reynslu af því að vera í meirihluta í Reykjanesbæ og aðeins nokkra mánaða reynslu sem leiðtogi í Reykjavík á síðasta áratug síðustu aldar.
Áframhaldandi uppbygging
Framboðslisti Framsóknarflokksins er skipaður 10 konum og 12 körlum á öllum aldri. Hópurinn hefur fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu og á listanum er fólk úr mörgum, mismunandi atvinnugreinum og hópum samfélagsins. Hann myndar því mjög góðan þverskurð af því samfélagi sem við búum í og er skýr valkostur fyrir kjósendur. Ef þú, ágæti kjósandi, ert ánægður með það sem gert hefur verið í Reykjanesbæ á síðustu árum, og vilt áframhaldandi uppbyggingu undir okkar forystu, setur þú X við B á kjördag því aðeins þannig tryggir þú að dýrmæt reynsla og þekking á þörfum íbúanna og málefnum sveitarfélagsins skili sér áfram inn í meirihluta næstu bæjarstjórnar.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
leiðtogi B-lista Framsóknarflokksins.