Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Aumt er að eiga engan að
Föstudagur 12. nóvember 2004 kl. 10:50

Aumt er að eiga engan að

Á bls. 14 í Víkurfréttum 11. þessa mánaðar er umfjöllun um fund SSS sem heitir: ,,Fólk fær læknisvottorð í gegnum síma."

Ég leyfi mér að svara ofangreindri frétt í stuttu máli.
Enn og aftur bærir atvinnuleysisdraugurinn á sér í hugum þeirra sem lausnirnar hafa og gerir óskunda á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ekki veit ég afhverju þörfin er sprottin að tala um atvinnuleysi á þennan hátt sem kom fram á fundinum, með neikvæðu hnútakasti í garð þeirra sem minna mega sín. Jafnvel mín dáða Margrét Frímannsdóttir alþingismaður sagði það hafa stungið sig að heyra um þennan hóp sem vill ekki vinna, en veit allt um réttindi sín.

Byrjum á fyrstu staðreynd.
Ef farið er á vefslóð Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja segir þar m.a. um greiðslur atvinnuleysisbóta:
,,Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar í eigin veikindum og ekki vegna veikinda barna."
Því hlýt ég hér að spyrja: Hvað hefur atvinnulaus við læknisvottorð að gera sem skráður er án vinnu hjá svæðisvinnumiðlun, fyrst reglurnar eru svona?
Í öðru lagi: Hvað er svona rangt við það að vita um rétt sinn?

Í einu orðinu viljum við fræða almenning og koma honum til mennta en í hinu orðinu áfellum við hann fyrir að leita sér þekkingar. Við ættum auðvitað öll að fagna því þegar fólk er viljugt til að verða sér úti um þekkingu því það er ein af undirstöðum þess að skilja ábyrgðina og skyldurnar sem við berum gagnvart samfélaginu.

Í lok samantektar hjá VF segir:
,,Yfir 60.000 manns á vinnumarkaði í dag er fólk með grunnskólamenntun eða minna."
Menntun er alltaf góð, það er margsannað en væri þjóðfélagið betur sett ef þessir 60.000 einstaklingar væru lögfræðingar og/eða opinberir starfsmenn?
Það ætti að vera góð trygging fyrir þá ef þeir yrði atvinnulausir því þekkingin væri til staðar, þeir vissu allt um réttindi sín, ef ég leyfi mér að nota sömu orð og Margrét notar hér ofar en að öðru leyti teldi ég það álitamál.
Að lokum vil ég hrósa Guðbrandi Einarssyni verkalýðsforingja þegar hann segir það hættulegan samanburð að tala um háar atvinnuleysisbætur eða lág laun. Um þetta atriði langar mig til að segja að þessar 80.000,- krónur á mánuði sem fullar atvinnuleysisbætur eru í dag og mörgum þykir rausn, myndu varla falla vel í geð t.d. hjá lögmönnum sem taka allt að því 12.000 krónur á tímann.

Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024