Aukin þjónusta á HSS í þágu aldraðra
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfar stór hópur faglærðra og góðra starfsmanna sem leggur áherslu á að veita sem flestum íbúum á Suðurnesjum góða þjónustu. Mikilvægt er að réttar upplýsingar um starfsemina komi fram og að góð samstaða verði um framtíðarhlutverk hennar. Í ljósi þessa er gott að eftirfarandi staðreyndir um stöðu aldraðra á HSS komi fram:
Kröfur um aðbúnað aldraðra eru nú mun meiri en þegar hugmyndir um D-álmu urðu til. Sérstaklega eru það þættir er varða einkahagi sem erfitt er að uppfylla á deild sem þessari.
D-álman er vel búin sjúkradeild fyrir aldraða en henntar ekki sem anglegudeild miðað við nútímakröfur. Um 80% af sjúklingum sem þar liggja eru 67 ára og eldri.
Ferðum aldraðra, sjúkra til Reykjavíkur hefur fækkað mikið. Nú er sjúklingum sem þurfa á meðferð að halda vegna ýmissa algengra sjúkdóma eins og t.d. lungnabólgu, sykursýki og sýkinga af ýmsu tagi sinnt á HSS.
D-álman nýtist því öldruðum afar vel.
Opnuð hefur verið 5 daga endurhæfingadeild sem þjónar fyrst og fremst öldruðum.
Fyrirhugað er að opna göngudeild fyrir aldraða á heilsugæslunni
Pólitísk ákvörðun liggur að baki því að HSS rekur stóra og góða hjúkrunar- og langlegudeild í Víðihlíð í Grindavík.
Ekki væri hagkvæmt að breyta D-álmunni í langlegudeild með þeim kostnaði sem fylgdi og senda síðan aldraða, sjúka til Reykjavíkur.
Mikilvægt er að byggja upp öfluga almenna sjúkrahússtarfsemi auk heilsugæslu á HSS. Samhliða þeirri uppbyggingu er nauðsynlegt að huga að byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ
Við hvetjum Suðurnesjamenn til að kynna sér vel þá starfsemi sem við bjóðum upp á. Við höfum mikinn metnað til að þjóna öldruðum vel. Stöndum saman að uppbyggingu öflugrar heilbrigðisstofnunar.
Bryndís Sævarsdóttir
Deildarstjóri D-deildar HSS
Kröfur um aðbúnað aldraðra eru nú mun meiri en þegar hugmyndir um D-álmu urðu til. Sérstaklega eru það þættir er varða einkahagi sem erfitt er að uppfylla á deild sem þessari.
D-álman er vel búin sjúkradeild fyrir aldraða en henntar ekki sem anglegudeild miðað við nútímakröfur. Um 80% af sjúklingum sem þar liggja eru 67 ára og eldri.
Ferðum aldraðra, sjúkra til Reykjavíkur hefur fækkað mikið. Nú er sjúklingum sem þurfa á meðferð að halda vegna ýmissa algengra sjúkdóma eins og t.d. lungnabólgu, sykursýki og sýkinga af ýmsu tagi sinnt á HSS.
D-álman nýtist því öldruðum afar vel.
Opnuð hefur verið 5 daga endurhæfingadeild sem þjónar fyrst og fremst öldruðum.
Fyrirhugað er að opna göngudeild fyrir aldraða á heilsugæslunni
Pólitísk ákvörðun liggur að baki því að HSS rekur stóra og góða hjúkrunar- og langlegudeild í Víðihlíð í Grindavík.
Ekki væri hagkvæmt að breyta D-álmunni í langlegudeild með þeim kostnaði sem fylgdi og senda síðan aldraða, sjúka til Reykjavíkur.
Mikilvægt er að byggja upp öfluga almenna sjúkrahússtarfsemi auk heilsugæslu á HSS. Samhliða þeirri uppbyggingu er nauðsynlegt að huga að byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ
Við hvetjum Suðurnesjamenn til að kynna sér vel þá starfsemi sem við bjóðum upp á. Við höfum mikinn metnað til að þjóna öldruðum vel. Stöndum saman að uppbyggingu öflugrar heilbrigðisstofnunar.
Bryndís Sævarsdóttir
Deildarstjóri D-deildar HSS