Auglýsa eftir tillögum að framboðum í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi auglýsir eftir tillögum að framboðum í Suðurkjördæmi. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 14. desember kl. 16.00
Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör við val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram laugardaginn 26. janúar 2013. Auglýst er eftir tillögum að framboðum til þátttöku í prófkjörinu.
Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs.
Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. Með hverju framboði skal liggja fyrir meðmælendalisti 20 flokksbundinna sjálfstæðismanna, búsettra í kjördæminu.
Tillögur að framboðum ber að skila á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 14. desember n.k. Eyðublöð fyrir framboð er hægt að nálgast á vef Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is, eða á skrifstofu flokksins.
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi