Auðlind í endalausu brimi og ólgusjó
Undanfarið hefur syrt nokkuð í álinn hjá íslenskum sjávarútvegi.
Íslandsbanki gengur jafnvel svo langt að segja að rekstrarskilyrðin séu erfið, og svo verði áfram í ár og það næsta. Menn neyðast til að þreyja þorrann og góuna með háu gengi krónunnar, lækkandi afurðaverði og háu olíuverði. Ekki er að sjá að veiðiheimildir verði auknar að neinu verulegu marki á næstu árum. Kvótar og þar með aflabrögð í bolfiski verða víst að mestu við söguleg lágmörk og sennilega er langt í næstu kosningar með tilheyrandi kosningakvótahækkunum.
Það árar illa í loðnunni, og kolmunninn er eitt stórt spurningamerki, enda ósamið við aðrar þjóðir um veiðina til framtíðar. Hækkandi hitastig sjávar getur einnig haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útbreiðslu, göngur og stofnstærð margra fiskistofna.
Stærsta spurningamerkið varðandi framtíð sjávarútvegsins er hins vegar að mínu mati hvort okkur takist að losa okkur við ófreskju hinna framseljanlegu kvóta eða ekki.
Að berja lóminn
Já, það er svo sannarlega hægt að berja lóminn þessa dagana. En þær íslensku útgerðir sem enn eru á floti á upprunalegri kennitölu þegar kvótakerfið var tekið upp, og siglt hafa gegnum hagræðingabrotsjói undanfarins áratugs, hafa nú svo sem marga fjöruna sopið. Ætli Eyjólfur nái nú ekki líka að hjara í þetta sinn? Menn geta líka svo sem alltaf hugsað með sér að að ef baráttan í og á bönkunum verður of erfið, þá megi selja allt gillimojið og koma sér út úr greininni. Ný dæmi sýna að það má gera með feitum hagnaði. Miklu feitari hagnaði en nokkurn óraði fyrir, því nægir virðast kaupendur að kvótum þó bankinn segi rekstrarskilyrðin "erfið". Jafnvel á svo háum verðum að þeir sem ekki hafa kallað allt ömmu sína í kvóta- og verðbréfaviðskiptum hingað til, kippa að sér höndum og biðja alla góða vætti að vernda sig gegn himinháum kaupverðum á útgerðum sem eiga kvóta og þar með aðgöngumiða að gullkistunni.
Skrítin umræða
Það hefur verið hálf undarlegt að fylgjast með og taka þátt í umræðunni um sjávarútvegsmál undanfarið ár eða svo. Maður á orðið erfitt með að átta sig á því hvort menn séu að koma eða fara, og þá hvert þeir eru að fara og hvaðan þeir koma. Sumir mæta jafnvel sjálfum sér í dyrunum og það oftar en einu sinni.
Ég kemst þó ekki hjá því að tilgreina aðeins nánar hvað ég á við. Engum hefur dulist að miklar sviptingar hafa orðið í sjávarútvegi undanfarna mánuði, þó þær kæmu kannski eins og þruma úr heiðskíru lofti. Allavega þótti mörgum þeir hafa lifað um stund í svikalogni þegar það fréttist allt í einu að Eimskip ætlaði að selja sjávarútvegsrisann sinn Brim, og það helst í álíka pörtum og Brim hafði verið sett saman úr örfáum misserum fyrr. Myndun Brims var á sínum tíma útmáluð sem nokkurs konar lokasinfónía kvótakerfisins. Með samruna þriggja stórra sjávarútvegsfyrirtækja undir einn hatt í Eimskip, átti að búa til flottasta sjávarútvegsrisa sem nokkru sinni hafði komið fyrir augu manna. Talað var fjálglega þar sem óljós uppáhaldshugtök verðbréfasala og víxlara eins og "framlegð, samlegð og hagræðing" voru lykilorðin. Að sjálfsögðu var líka talað um stöðugleika til framtíðar og eins og fyrri daginn var reynt að telja fólki í hinum ýmsu sjávarbyggðum þar sem Brim var með starfsemi trú um að það þyrfti ekkert að óttast. Það hefði sennilegra aldrei verið öruggara en nú.
Brimið brotnar
Svo leið og beið í nokkra mánuði og allt í einu var búið að gera hallarbyltingu í Eimskip. Nýjir stjórnendur og eigendur teknir við og nú átti sem fyrst að selja Brim. Það var og gert á nokkrum vikum í kringum síðustu áramót. Ekki er örgrannt um að þar hafi farið fram mesta einstaka sala veiðiheimilda, frá upphafi þess að farið var að róa öllu árum að því að lögbundin fremsta sameign þjóðarinnar yrði eign fárra. Ef ekki í laganna orði þá svo sannarlega á borði.
Það er áhugavert að velta aðeins fyrir sér hvað gerðist við sölu Brims þar sem "...var vélað um 12% af allri kvótaeigninni, sett á uppboð um áttunda hluta af öllum Íslandsmiðum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Með sölu á Skagstrendingi, Útgerðarfélagi Akureyringa og Haraldi Böðvarssyni drógu eigendur Landsbankans í hreinan gróða eftir skatta, eftir nokkurra vikna eign á þessum fyrirtækjum, um 3 milljarða kr", sagði Jón Bjarnason (VG) í ræðu sinni á þingi 2. febrúar sl., og var að vonum mikið undir niðri. Jón er stjórnarandstæðingur og andstæðingur núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Nýríkir kvótagreifar og þeirra pólitísku stuðningsmenn skelltu í góm þegar hann talaði. Þeir eru löngu hættir að hlusta á mótbárur stjórnarandstæðinga og meirihluta þjóðarinnar í þessum málum.
Öðru máli hafði gengt um Kristján Þór Júlíusson sjálfstæðismann og fyrrverandi bæjarstjóra á Ísafirði. Eyru kvótasinna voru örugglega sperrt þegar hann tjáði sig um mikla óánægju sína með söluna á Brim og þá sérstaklega ÚA til utanbæjarmanna, og aðkomu Landsbankans að því máli. Kristján mátti eiga það að hann virtist bera hagsmuni Akureyrar fyrir brjósti í röksemdafærslu sinni þar sem hann hljómaði á köflum eins og frambjóðandi Frjálsynda flokksins. "Já, batnandi manni er best að lifa", hugsaði ég þegar bæjarstjórinn sem á sínum tíma lék lykilhlutverk í að véla Guggukvótann frá Ísafirði, sagði eftirfarandi á Rás 2 þann 14. janúar síðastliðinn.
Þetta var sama dag og Brim var bútað í sundur og kvótar þess og atvinnuréttur fjölmargra byggða seldur hæstbjóðendum: "Það er m.ö.o. verið að færa fjármuni úr þessum einingum sem hafa verið ákveðnir svona lykilþættir. Burðarásar í atvinnulífi þessara staða. Frá stöðunum til annarra nota á öðrum svæðum eða jafnvel sennilega erlendis ef eitthvað er og það er bara svona ákveðið sjónarhorn eða dæmi sem maður getur nefnt að ég er ekkert alveg sammála. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr að heyra það. Þá hafa þetta í rauninni verið einu fyrirtækin á þessum stöðum sem eitthvað hafa getað í peningalegu tilliti. Nú er bara hreinlega verið að gelda þau ef maður getur sagt sem svo. Það er ekkert flóknara en það".
Bæjarstjóri bætir í
Í Morgunblaðinu 8. febrúar bætti bæjarstjórinn svo um betur: "Þegar hinn ágæti Björgólfur Guðmundsson keypti sig inn í Eimskip og náði þar yfirráðum líktu margir honum við Hróa hött þegar hann var að brjóta upp það veldi sem þar hafði ráðið ríkjum. Þegar bankinn kynnti hagvaxtarspá sína hér á Akureyri lýsti Björgólfur því svo yfir að hann vildi vinna með heimamönnum að því að efla atvinnulíf á svæðinu, sem er mjög gott mál. En þar sem ekkert liggur fyrir enn af hálfu þessa ágæta manns bjó ég til þá líkingu að fleira væri kannski líkt með honum og fógetanum fræga en Hróa; að hann væri að draga fjármuni út af svæðinu inn í hirslu einvaldsins."
Blaðamaður spyr hvort þetta sé ekki frelsi í hnotskurn?
"Ef frelsi sumra er með þeim hætti að það takmarkar frelsi annarra þá er eitthvað orðið að. Það getur ekki verið að einhver hafi ætlast til þess að hlutirnir gengju þannig fyrir sig", segir hinn vonsvikni bæjarstjóri við Moggann.
Byltingin er búin að éta barnið sitt, yfirráð á ÚA kvótanum horfin úr fangi Akureyringa í krumlur utanaðkomandi. Stór hluti af möguleikum íbúa Akureyrar til að hafa sjálfir afgerandi áhrif á framtíð sinnar byggðar er horfinn þeim úr greipum fyrir tilstilli þeirrar ófreskju sem þeir hafa sjálfir ræktað dyggilega mörg undanfarin ár.
Á sama tíma sjáum við heimamenn á stöðum eins og Vopnafirði, Eskifirði, Grundarfirði, Hnífsdal og í Grindavík kaupa ráðandi hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum staðanna og taka þau af markaði, til að verja eignarhaldið og forða því að utanaðkomandi yfirtaki fyrirtækin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Spor hins frjálsa framsals hræða.
"Frelsi eins má ekki vera annars böl"
Það er svo toppurinn á þessari harmsögu kvótakerfisins sem að sjálfsögðu er þegar allt kemur til alls harmsaga Sjálfstæðisflokksins, þegar við fáum að lesa búta úr ræðu Davíðs Oddssonar flokksformanns og forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í Moggamálgagninu hans 12. febrúar síðastliðinn: "Frelsið er hreyfiafl alls þess sem til framfara getur horft fyrir þjóðina. En það krefst þess af okkur að við setjum skýrar reglur sem tryggja sanngirni og heiðarleika í samskiptum manna, eins og kostur er. Frelsi eins má aldrei verða annars böl. Slíkar reglur eru ekki óbreytanlegar, greyptar í stein í eitt skipti fyrir öll. Miklu fremur hljóta þær að fylgja þróun samfélagsins, endurspegla þann veruleika sem við búum við. Tilgangurinn er ætíð sá sami, að tryggja frelsi okkar til orðs og æðis".
Ég er hjartanlega sammála þessum orðum forsætisráðherra. Ég veit líka að margir í sjávarbyggðum Íslands deila þeim harmi með mér að Davíð skuli ekki hafa verið svona þenkjandi varandi frelsi byggðanna til að njóta atvinnufrelsis og nýtingarréttar á sinni fremstu auðlind í öll þau ár sem kvótakerfið hefur verið við lýði, en í stað þess varið órétt þess með kjafti og klóm. Loksins nú virðist hann ranka við sér þó hann gæti þess að nefna ekki sjávarútveginn og byggðirnar í þessu sambandi.
Davíð er líka orðinn fórnarlamb eigin byltingar.
Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður.
Íslandsbanki gengur jafnvel svo langt að segja að rekstrarskilyrðin séu erfið, og svo verði áfram í ár og það næsta. Menn neyðast til að þreyja þorrann og góuna með háu gengi krónunnar, lækkandi afurðaverði og háu olíuverði. Ekki er að sjá að veiðiheimildir verði auknar að neinu verulegu marki á næstu árum. Kvótar og þar með aflabrögð í bolfiski verða víst að mestu við söguleg lágmörk og sennilega er langt í næstu kosningar með tilheyrandi kosningakvótahækkunum.
Það árar illa í loðnunni, og kolmunninn er eitt stórt spurningamerki, enda ósamið við aðrar þjóðir um veiðina til framtíðar. Hækkandi hitastig sjávar getur einnig haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útbreiðslu, göngur og stofnstærð margra fiskistofna.
Stærsta spurningamerkið varðandi framtíð sjávarútvegsins er hins vegar að mínu mati hvort okkur takist að losa okkur við ófreskju hinna framseljanlegu kvóta eða ekki.
Að berja lóminn
Já, það er svo sannarlega hægt að berja lóminn þessa dagana. En þær íslensku útgerðir sem enn eru á floti á upprunalegri kennitölu þegar kvótakerfið var tekið upp, og siglt hafa gegnum hagræðingabrotsjói undanfarins áratugs, hafa nú svo sem marga fjöruna sopið. Ætli Eyjólfur nái nú ekki líka að hjara í þetta sinn? Menn geta líka svo sem alltaf hugsað með sér að að ef baráttan í og á bönkunum verður of erfið, þá megi selja allt gillimojið og koma sér út úr greininni. Ný dæmi sýna að það má gera með feitum hagnaði. Miklu feitari hagnaði en nokkurn óraði fyrir, því nægir virðast kaupendur að kvótum þó bankinn segi rekstrarskilyrðin "erfið". Jafnvel á svo háum verðum að þeir sem ekki hafa kallað allt ömmu sína í kvóta- og verðbréfaviðskiptum hingað til, kippa að sér höndum og biðja alla góða vætti að vernda sig gegn himinháum kaupverðum á útgerðum sem eiga kvóta og þar með aðgöngumiða að gullkistunni.
Skrítin umræða
Það hefur verið hálf undarlegt að fylgjast með og taka þátt í umræðunni um sjávarútvegsmál undanfarið ár eða svo. Maður á orðið erfitt með að átta sig á því hvort menn séu að koma eða fara, og þá hvert þeir eru að fara og hvaðan þeir koma. Sumir mæta jafnvel sjálfum sér í dyrunum og það oftar en einu sinni.
Ég kemst þó ekki hjá því að tilgreina aðeins nánar hvað ég á við. Engum hefur dulist að miklar sviptingar hafa orðið í sjávarútvegi undanfarna mánuði, þó þær kæmu kannski eins og þruma úr heiðskíru lofti. Allavega þótti mörgum þeir hafa lifað um stund í svikalogni þegar það fréttist allt í einu að Eimskip ætlaði að selja sjávarútvegsrisann sinn Brim, og það helst í álíka pörtum og Brim hafði verið sett saman úr örfáum misserum fyrr. Myndun Brims var á sínum tíma útmáluð sem nokkurs konar lokasinfónía kvótakerfisins. Með samruna þriggja stórra sjávarútvegsfyrirtækja undir einn hatt í Eimskip, átti að búa til flottasta sjávarútvegsrisa sem nokkru sinni hafði komið fyrir augu manna. Talað var fjálglega þar sem óljós uppáhaldshugtök verðbréfasala og víxlara eins og "framlegð, samlegð og hagræðing" voru lykilorðin. Að sjálfsögðu var líka talað um stöðugleika til framtíðar og eins og fyrri daginn var reynt að telja fólki í hinum ýmsu sjávarbyggðum þar sem Brim var með starfsemi trú um að það þyrfti ekkert að óttast. Það hefði sennilegra aldrei verið öruggara en nú.
Brimið brotnar
Svo leið og beið í nokkra mánuði og allt í einu var búið að gera hallarbyltingu í Eimskip. Nýjir stjórnendur og eigendur teknir við og nú átti sem fyrst að selja Brim. Það var og gert á nokkrum vikum í kringum síðustu áramót. Ekki er örgrannt um að þar hafi farið fram mesta einstaka sala veiðiheimilda, frá upphafi þess að farið var að róa öllu árum að því að lögbundin fremsta sameign þjóðarinnar yrði eign fárra. Ef ekki í laganna orði þá svo sannarlega á borði.
Það er áhugavert að velta aðeins fyrir sér hvað gerðist við sölu Brims þar sem "...var vélað um 12% af allri kvótaeigninni, sett á uppboð um áttunda hluta af öllum Íslandsmiðum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Með sölu á Skagstrendingi, Útgerðarfélagi Akureyringa og Haraldi Böðvarssyni drógu eigendur Landsbankans í hreinan gróða eftir skatta, eftir nokkurra vikna eign á þessum fyrirtækjum, um 3 milljarða kr", sagði Jón Bjarnason (VG) í ræðu sinni á þingi 2. febrúar sl., og var að vonum mikið undir niðri. Jón er stjórnarandstæðingur og andstæðingur núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Nýríkir kvótagreifar og þeirra pólitísku stuðningsmenn skelltu í góm þegar hann talaði. Þeir eru löngu hættir að hlusta á mótbárur stjórnarandstæðinga og meirihluta þjóðarinnar í þessum málum.
Öðru máli hafði gengt um Kristján Þór Júlíusson sjálfstæðismann og fyrrverandi bæjarstjóra á Ísafirði. Eyru kvótasinna voru örugglega sperrt þegar hann tjáði sig um mikla óánægju sína með söluna á Brim og þá sérstaklega ÚA til utanbæjarmanna, og aðkomu Landsbankans að því máli. Kristján mátti eiga það að hann virtist bera hagsmuni Akureyrar fyrir brjósti í röksemdafærslu sinni þar sem hann hljómaði á köflum eins og frambjóðandi Frjálsynda flokksins. "Já, batnandi manni er best að lifa", hugsaði ég þegar bæjarstjórinn sem á sínum tíma lék lykilhlutverk í að véla Guggukvótann frá Ísafirði, sagði eftirfarandi á Rás 2 þann 14. janúar síðastliðinn.
Þetta var sama dag og Brim var bútað í sundur og kvótar þess og atvinnuréttur fjölmargra byggða seldur hæstbjóðendum: "Það er m.ö.o. verið að færa fjármuni úr þessum einingum sem hafa verið ákveðnir svona lykilþættir. Burðarásar í atvinnulífi þessara staða. Frá stöðunum til annarra nota á öðrum svæðum eða jafnvel sennilega erlendis ef eitthvað er og það er bara svona ákveðið sjónarhorn eða dæmi sem maður getur nefnt að ég er ekkert alveg sammála. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr að heyra það. Þá hafa þetta í rauninni verið einu fyrirtækin á þessum stöðum sem eitthvað hafa getað í peningalegu tilliti. Nú er bara hreinlega verið að gelda þau ef maður getur sagt sem svo. Það er ekkert flóknara en það".
Bæjarstjóri bætir í
Í Morgunblaðinu 8. febrúar bætti bæjarstjórinn svo um betur: "Þegar hinn ágæti Björgólfur Guðmundsson keypti sig inn í Eimskip og náði þar yfirráðum líktu margir honum við Hróa hött þegar hann var að brjóta upp það veldi sem þar hafði ráðið ríkjum. Þegar bankinn kynnti hagvaxtarspá sína hér á Akureyri lýsti Björgólfur því svo yfir að hann vildi vinna með heimamönnum að því að efla atvinnulíf á svæðinu, sem er mjög gott mál. En þar sem ekkert liggur fyrir enn af hálfu þessa ágæta manns bjó ég til þá líkingu að fleira væri kannski líkt með honum og fógetanum fræga en Hróa; að hann væri að draga fjármuni út af svæðinu inn í hirslu einvaldsins."
Blaðamaður spyr hvort þetta sé ekki frelsi í hnotskurn?
"Ef frelsi sumra er með þeim hætti að það takmarkar frelsi annarra þá er eitthvað orðið að. Það getur ekki verið að einhver hafi ætlast til þess að hlutirnir gengju þannig fyrir sig", segir hinn vonsvikni bæjarstjóri við Moggann.
Byltingin er búin að éta barnið sitt, yfirráð á ÚA kvótanum horfin úr fangi Akureyringa í krumlur utanaðkomandi. Stór hluti af möguleikum íbúa Akureyrar til að hafa sjálfir afgerandi áhrif á framtíð sinnar byggðar er horfinn þeim úr greipum fyrir tilstilli þeirrar ófreskju sem þeir hafa sjálfir ræktað dyggilega mörg undanfarin ár.
Á sama tíma sjáum við heimamenn á stöðum eins og Vopnafirði, Eskifirði, Grundarfirði, Hnífsdal og í Grindavík kaupa ráðandi hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum staðanna og taka þau af markaði, til að verja eignarhaldið og forða því að utanaðkomandi yfirtaki fyrirtækin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Spor hins frjálsa framsals hræða.
"Frelsi eins má ekki vera annars böl"
Það er svo toppurinn á þessari harmsögu kvótakerfisins sem að sjálfsögðu er þegar allt kemur til alls harmsaga Sjálfstæðisflokksins, þegar við fáum að lesa búta úr ræðu Davíðs Oddssonar flokksformanns og forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í Moggamálgagninu hans 12. febrúar síðastliðinn: "Frelsið er hreyfiafl alls þess sem til framfara getur horft fyrir þjóðina. En það krefst þess af okkur að við setjum skýrar reglur sem tryggja sanngirni og heiðarleika í samskiptum manna, eins og kostur er. Frelsi eins má aldrei verða annars böl. Slíkar reglur eru ekki óbreytanlegar, greyptar í stein í eitt skipti fyrir öll. Miklu fremur hljóta þær að fylgja þróun samfélagsins, endurspegla þann veruleika sem við búum við. Tilgangurinn er ætíð sá sami, að tryggja frelsi okkar til orðs og æðis".
Ég er hjartanlega sammála þessum orðum forsætisráðherra. Ég veit líka að margir í sjávarbyggðum Íslands deila þeim harmi með mér að Davíð skuli ekki hafa verið svona þenkjandi varandi frelsi byggðanna til að njóta atvinnufrelsis og nýtingarréttar á sinni fremstu auðlind í öll þau ár sem kvótakerfið hefur verið við lýði, en í stað þess varið órétt þess með kjafti og klóm. Loksins nú virðist hann ranka við sér þó hann gæti þess að nefna ekki sjávarútveginn og byggðirnar í þessu sambandi.
Davíð er líka orðinn fórnarlamb eigin byltingar.
Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður.