Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Atvinnumál og markaðsátak
Fimmtudagur 28. apríl 2022 kl. 10:33

Atvinnumál og markaðsátak

Jónína Magnúsdóttir skipar 1. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ.
Haraldur Helgason skipar 4. sæti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ.


Atvinnutækifæri í heimabyggð eru mikilsverð fyrir íbúa en jafnframt er blómlegt atvinnulíf forsenda byggðar. Fjölbreytt atvinnutækifæri auka öryggi íbúa á svæðinu og laða til sína fleiri íbúa. Við þurfum að vinna saman að því að skapa blómlegt atvinnulíf með bæjarfélögunum í kringum okkur. Enda eru Suðurnesin fyrir löngu orðin eitt atvinnusvæði. En við þurfum líka að huga okkur nær og skoða möguleika í Suðurnesjabæ. Í nýju aðalskipulagi sem gildir til ársins 2034 eru tiltekin nokkur svæði sem hægt væri að nýta undir atvinnustarfsemi. Þau þarf að deiliskipuleggja og gera aðlaðandi fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Einnig að nýta þau sem til eru fyrir. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarlistinn leggur til að útvíkka hafnarráð og færa atvinnu- og markaðsmál undir þá nefnd. Sú nefnd myndi leita tækifæra og skapar grundvöll fyrir fyrirtæki að starfa í Suðurnesjabæ, í nálægð við höfnina, flugvöllinn og menningarsögu sem einkennir bæjarfélagið okkar Suðurnesjabæ. Einnig að farið verið í markaðsátak sem sýnir allt það sem byggðarlagið hefur upp á að bjóða. Við mættum huga að ívilnunum fyrir sprotafyrirtæki og ný fyrirtæki í skamman tíma meðan þau eru að festa rætur.

Suðurnesjabær hefur sína sögu og menningu sem er lýst vel í nýju aðalskipulagi. Mikilvægt er að byggja á henni þegar horft er til atvinnuuppbyggingar, þá sérstaklega ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan leiðir af sér marga aðra starfsemi eins og afþreyingu, gistingu, veitingastaði og fleira. Við getum séð það nú þegar í okkar ágæta Suðurnesjabæ. 

Einn mikilvægasti þátturinn í atvinnuuppbyggingu er sá að uppbyggingin sé í sátt við umhverfið og íbúa þess. Gæta þarf að aðgengi og umgengni, skipuleggja atvinnusvæði með það í huga að stuðla að verndun. Hafa ber í huga að þegar svæði eru óskipulögð er ágengnin oft á tíðum til staðar. Til að sporna við því getum við einmitt verndað svæði með því að byggja upp ákveðin tækifæri með skilvirku skipulagi og aðgengi. 

Bæjarlistinn stendur fyrir faglega forystu og hugrakka ákvarðanatöku í atvinnumálum

X – O Bæjarlistinn í Suðurnesjabæ þann 14. maí.