Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Atvinnumál á Suðurlandi
Fimmtudagur 1. júlí 2010 kl. 16:36

Atvinnumál á Suðurlandi

„Ekki gera ekki neitt“ sögðu fulltrúar verkalýðsfélaga á Suðurlandi á fundi með þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórnarmönnum og fleirum á Selfossi 30. júní. Spurt var um framgang verkefna sem eru í vinnslu, s.s. í samgöngum og uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra. Þar á meðal var spurt um undirbúning fyrir kísilhreinsiverksmiðju.

Á fundinum sagði ég frá því að mér væri kunnugt um að viðræður væru í gangi um kísilhreinsiverksmiðju sem hugsanlega yrði staðsett í Grindavík. Þetta kom fundarmönnum greinilega á óvart og einn fundarmanna spurði hvort ég væri búin að stela verkefninu frá Þorlákshöfn til Suðurnesja. Ég taldi svo ekki vera heldur hafi aðilar sýnt því áhuga að byggja starfsemina upp við þær aðstæður sem væru til staðar í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hádegisfréttum Rúv í dag (1. júlí) lýsti Halldóra Sveinsdóttir formaður stéttarfélagsins Bárunnar yfir vonbrigðum Sunnlendinga vegna þessa. Eftir fréttatímann hafði ég samband við Halldóru og við áttuðum okkur á að við vorum að tala um sitt hvort verkefnið. Annað verkefni er í undirbúningi í Þorlákshöfn og það er kísilmálmsverksmiðja. Bæði verkefnin og mörg önnur eru til skoðunar. Þær fréttir eru góðar og gleðilegar fyrir Sunnlendinga sem og Suðurnesjamenn og sýnir að „ekki gera ekki neitt“ er sannarlega haft að leiðarljósi við leitina að nýjum tækifærum. Leitað er leiða við atvinnuuppbyggingu með margvíslegum hætti og mörg fyrirtæki laðast að stöðum þar sem landsvæði og orka eru til staðar svo sem við Þorlákshöfn og Grindavík.

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi