Áttu muni frá því þú varst í Myllubakkaskóla / Barnaskólanum við Sólvallagötu?
Í tilefni af því að nú í febrúar verða 60 ár frá því að húsnæði Myllubakkaskóla var tekið í notkun verða þemadagar skólaársins helgaðir afmælinu. Þemadagarnir verða miðvikudaginn 15. og fimmtudaginn 16. febrúar. Föstudaginn 17. febrúar verður opinn dagur þar sem allir eru velkomnir í heimsókn í skólann.
Þann dag verður sýning á minjum sem tengjast sögu skólans. Þess vegna biðlum við til fyrrverandi nemenda skólans um að lána okkur muni sem þeir kunna að eiga og tengjast skólagöngu þeirra. Margt kemur til greina eins og skólabækur, vinnubækur, listaverk úr myndmennt, smíði eða saum, myndir úr ferðalögum, jólakort og... eða jafnvel skemmtilegar sögur úr skólanum.
Ef einhver getur orðið við þessari bón okkar er viðkomandi vinsamlega beðinn að hafa samband við Lilju Steinarsdóttur bókasafns- og upplýsingafræðing í síma Myllubakkaskóla 4201450 eða á netfangið [email protected] sem allra fyrst.