Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Athvarf á Ljósanótt
Föstudagur 4. september 2009 kl. 08:54

Athvarf á Ljósanótt


Fjölskyldu- og félagsþjónusta, Útideild, Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ og Lögreglan á Suðurnesjum verða sameiginlega með athvarf á föstudags- og laugardagskvöld Ljósanæturhelgina.   

Að hátíðarhöldum loknum verða þau börn eða ungmenni sem eru ein á ferli og/eða eru undir áhrifum áfengis eða vímuefna færð í athvarfið að Hafnargötu 8.  Þar taka á móti þeim starfsmenn barnaverndar og aðrir starfsmenn sem standa vakt í athvarfinu.  Haft verður samband við foreldra og óskað eftir að þeir sæki börn sín.  
Frá 1. september segir í lögbundnum útivistartíma að börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skuli ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22.00.

Foreldrar stöndum nú saman, sýnum ábyrgð okkar í verki og eigum saman góða stund með börnunum okkar á ljósahátíðinni.  

Gleðilega Ljósanótt

Starfsfólk athvarfsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024