Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Athugasemd við Steingrím J. Sigfússon
Þriðjudagur 2. nóvember 2010 kl. 14:20

Athugasemd við Steingrím J. Sigfússon

Athugasemd við viðtal Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem birtist á Víkurfréttavefnum 30. október undir yfirskriftinni „Áform þurfa að ganga upp og leiða til sparnaðar“.

Fjármálaráðherra segir þar að „við verðum að sætta okkur við að dýru og sérhæfðu þjónustuna verðum við að veita á færri stöðum“. Ég spyr; veit ráðherra ekki hvað skurðstofureksturinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kostaði áður en flokksfélagi hans, Álfheiður Ingadóttir þáverandi heilbrigðisráðherra, lét lokan skurðstofu HSS 1. maí 2010?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mér er ljúft og skylt að uppfræða ráðherra og aðra um að kostnaður við rekstur skurðstofu HSS var innan við 5% af fjárveitingu til HSS árið 2009. Meira en 95% fór í annan rekstur. Heildar kostnaður við rekstur skurðstofu HSS 2009 voru tæpar 80 milljónir, tekjur af rekstri skurðstofunnar voru 15 milljónir sem gerir 65 milljónir í rekstrarkostnað og hluti af þessum kostnaði er sameiginlegur rekstrarkostnaður við HSS sem hverfur ekki við lokun skurðstofunnar.

Einnig fóru 80 milljónir í rekstur fæðingardeildar HSS sem hefur í áraraðir verið þriðja stærsta fæðingadeild landsins. Báðar þessar deildir eru innan við 10% af heildar rekstrarkostnaði HSS. Fjárlög HSS fyrir 2009 voru rúmir 1,7 miljarður.

Ef ráðherra er að leita að nýrri og vel rekinni skurðstofu þá finnur hann hana á HSS. Landsbyggðin er ekki að framkvæma dýrar og sérhæfðar skurðaðgerðir, heldur almennar aðgerðir sem þarf að sinna og eru hvorki flóknar, dýrar né sérhæfðar. Á ég þar við t.d. kvensjúkdóma, almennar skurðlækningar og háls-, nef- og eyrnaaðgerðir.

Það er á Landspítalanum sem ávallt hafa verið framkvæmar flóknari skurðaðgerðir eins og til dæmis hjarta- heilaskurðaðgerðir og líffæraígræðslur. Við eigum að skapa Landspítalanum svigrúm til að sinna því sem þeir eru bestir í og nýta þann mannauð og húsakost sem við eigum þegar fyrir á landinu til að framkvæma skurðaðgerðir sem eru almenn eðlis.

Breytingar mega ekki vera breytinganna vegna þær verða að vera vel ígrundaðar og alveg ljóst að þeim fylgi sparnaður.
Þegar ráðist er í jafn afdrifaríkar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskeftinu verður að liggja fyrir kostn aðaráætlun sem sýnir á raunhæfan hátt fram á þann sparnað eða kostnað sem mun hljótast af skipulagsbreytingunni.

Heilbrigðiskerfið samanstendur af þeim mannauð sem kerfið byggist upp af en ekki af þeim húsakosti sem byggt er upp utan um starfsemina. Bíðum með 55 miljarða króna lán til nýbyggingar (Háskólasjúkrahús), nýtum það sem við eigum fyrir á öllu landinu .

Rut Þorsteinsdóttir
svæfingahjúkrunarfræðingur