Athugasemd vegna ummæla Kristins Þórs Jakobssonar
Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar vill koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum vegna skrifa sem birtast á vef Víkurfrétta um hafnarframkvæmdir í Helguvík:
Í hafnarsamningi milli Reykjaneshafnar og Norðuráls sem dags. er 26.4.2006 stendur í grein 2.4.:
„Höfnin skuli eigi síðar en 24 mánuðum eftir tilkynningardag (sem Norðurál tilkynti Reykjaneshöfn með sérstökum samningi 13.5. 2008) uppfylla þær kröfur sem lýst er í viðauka C (þar sem taldar eru upp hafnarkröfur), með hliðsjón af efni viðauka D (hafnakort). Þó skal Norðurál hafa aðgang að viðlegukanti E eigi síðar en 18 mánuðum eftir tilkynningardag í því skyni að hefja uppsetningu búnaðar og aðstöðu sem lýst er í viðauka D.“
Í viðauka C, er fyrst getið að dýpka þarf í -10m við framlengdan núverandi viðlegukant, og í -14m við nýja súrálskantinn.
Síðan eru viðlegukantar, gámasvæði, siglingaljós ofl. taldið upp.
Tími framkvæmda var því naumur, höfðum aðeins 18 mánuði til að dýpka, og klára hluta hafnarmannvirkja, þannig að Norðurál gæti hafið uppsetningu löndunarbúnaðs.
Nú hafa borist fréttir að Norðurál hugleiði að keyra súráli í 1. áfanga 90 þús. tonn, sem þó hefur ekkert verið ákveðið. Umræður hafa verið frá 2009 um að keyra efni með bílum frá súrálskanti að verksmiðju á meðan fullum afköstum er ekki náð í stað þess að nota færibönd, en einnig rætt 2010 um að keyra súráli frá Grundartanga en aðeins í 1. áfanga, sem þó hefur ekki ákveðið.
Ef það verður raunin þá munu frekari hafnarframkvæmdum við viðlegukanta seinka um eitt ár til viðbótar, en tryggt er í hafnarsamningnum að Norðuráli beri að greiða hafnargjöld til Reykjaneshafnar, hvort sem hún notar höfnina eður ei. Þannig að við Reykjaneshöfn mun ekki tapa tekjum þótt það dragist að súráli verði skipað upp í Helguvík.
Það er því rangt að ekki hafi þurft að dýpka höfnina strax eftir 13.5. 2008, þar sem ekki er hægt að byggja viðlegukanta fyrr en dýpkun hefur átt sér stað.
Pétur Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar.