Athugasemd vegna fréttar frá Sjómannadagsráði
Björgunarsveitin Suðurnes bauð samstarf við hátíðarhöld á sjómannadag, en við treystum okkur ekki til að standa einir að framkvæmd dagsins, þess í stað buðumst við til að sjá um ákveðna hluta framkvæmdarinnar. Hátíðarhöld sem þessi kosta mikla fjármuni og því er töluverð áhætta að halda þau svo vel sé. Björgunarsveitin hefur nú séð um hátíðahöldin á sjómannadaginn í hartnær áratug og núna síðustu árin hefur dregið mikið úr aðsókninni og þátttöku í þrautum og leikjum.
Þá er ótalin gríðaleg vinna við undirbúning, framkvæmd og tiltekt af deginum. Sjálfboðaliðar sem leggja á sig gríðarlega vinnu við æfingar, þjálfun og fjáraflanir til þess að auka öryggi samborgarana geta ekki lagt á sig slíka vinnu fyrir fjáraflanir sem ekki skila sér í fjármunum til að efla starfið, þetta þekkja þeir sem staðið hafa í einhversskonar sjálfboðaliðastarfi, hvort sem það er æskulýðsstarf, líknarmál eða björgunarmál. Björgunarsveitin þakkar sjómannadagsráði samstarfið á liðnum árum.
Virðingarfyllst, Ragnar Sigurðsson
formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes
Þá er ótalin gríðaleg vinna við undirbúning, framkvæmd og tiltekt af deginum. Sjálfboðaliðar sem leggja á sig gríðarlega vinnu við æfingar, þjálfun og fjáraflanir til þess að auka öryggi samborgarana geta ekki lagt á sig slíka vinnu fyrir fjáraflanir sem ekki skila sér í fjármunum til að efla starfið, þetta þekkja þeir sem staðið hafa í einhversskonar sjálfboðaliðastarfi, hvort sem það er æskulýðsstarf, líknarmál eða björgunarmál. Björgunarsveitin þakkar sjómannadagsráði samstarfið á liðnum árum.
Virðingarfyllst, Ragnar Sigurðsson
formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes