Athugasemd vegna auglýsingar Hjámars Árnasonar í VF
Í Víkurfréttum 8. maí er auglýsing frá Hjálmari Árnasyni þar sem merki Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, MSS, er notað og gefið í skyn að Hjálmar ásamt Friðjóni Einarssyni hafi „náð samningi við Háskólann á Akureyri um háskólanám á Suðurnesjum.” Af þessu tilefni skal tekið fram að Miðstöð símenntunar Suðurnesjum gerði, ásamt HSS samning við Háskólann á Akureyri um háskólanám á Suðurnesjum í desember 1999.Hjálmar Árnason kom þar hvergi nærri. Hið rétta er að Hjálmar mun hafa átt viðræður við HA um háskólanám á Suðurnesjum fyrir kosningarnar vorið 1999, en engir formelgir samningar voru gerðir af því tilefni, enda málið ekki í hans hendi. Þá skal geta þess að birting einkennismerkis MSS, í þágu pólitískra hagsmuna Hjámars Árnasonar og Framsóknarflokksins í nefndri auglýsingu, er án leyfis Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.
Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS
Vegna athugasemdar
- frá hönnunardeild Víkurfrétta
Vegna ofangreindrar athugasemdar er rétt að taka fram að birting á merki Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í kynningarriti stuðningsmanna Hjálmars Árnasonar, sem var í Víkurfréttum í dag, verður að skrifast á Víkurfréttir. Ritið var sett upp af Víkurfréttum fyrir verkkaupa og próförk sem verkkaupi fékk var án myndar þar sem taka átti nýja ljósmynd af gamla barnaskólanum við Skólaveg, þar sem er höfuðvígi fjarnáms á Suðurnesjum. Hönnuður hafði hins vegar sett stafina mss? í myndagluggann til útskýringar. Fyrir mistök í uppsetningu á blaðinu skömmu fyrir prentun setti starfsmaður inn merki MSS í myndagluggann í stað ljósmyndar af húsinu. Verkkaupi sá ekki blaðið eftir að það hafði verið myndskreytt að fullu fyrir prentun. Notkun á merki Miðstöðvar símenntunar verður því að skrifast á okkar reikning, en ekki Hjálmars.
Meðfylgjandi mynd er af próförk sem verkkaupi fékk frá hönnuði.
Með vinsemd, hönnunardeild Víkurfrétta.
Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS
Vegna athugasemdar
- frá hönnunardeild Víkurfrétta
Vegna ofangreindrar athugasemdar er rétt að taka fram að birting á merki Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í kynningarriti stuðningsmanna Hjálmars Árnasonar, sem var í Víkurfréttum í dag, verður að skrifast á Víkurfréttir. Ritið var sett upp af Víkurfréttum fyrir verkkaupa og próförk sem verkkaupi fékk var án myndar þar sem taka átti nýja ljósmynd af gamla barnaskólanum við Skólaveg, þar sem er höfuðvígi fjarnáms á Suðurnesjum. Hönnuður hafði hins vegar sett stafina mss? í myndagluggann til útskýringar. Fyrir mistök í uppsetningu á blaðinu skömmu fyrir prentun setti starfsmaður inn merki MSS í myndagluggann í stað ljósmyndar af húsinu. Verkkaupi sá ekki blaðið eftir að það hafði verið myndskreytt að fullu fyrir prentun. Notkun á merki Miðstöðvar símenntunar verður því að skrifast á okkar reikning, en ekki Hjálmars.
Meðfylgjandi mynd er af próförk sem verkkaupi fékk frá hönnuði.
Með vinsemd, hönnunardeild Víkurfrétta.