Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Athugasemd
Fimmtudagur 17. maí 2012 kl. 13:22

Athugasemd

Ekki viljum við elta ólar við fimm konur sem kalla sig „kvennahreyfingu Samfylkingarinnar“, enda afar rætinn og heiftugur hópur ef marka má skrif þeirra gegn leiðara ritstjóra Víkurfrétta. Þótt sjálfstæðismenn komi hvergi við sögu í þessum leiðara ritstjórans er svar þessara fimm kvenna hreyfingar Samfylkingarinnar að fárast yfir sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ. Notast er við hinar gömlu og þreyttu klisjur vinstri manna um að búið sé að selja allar eignir bæjarins og að mikil óráðsía valdi háum skuldum - Hér skal þetta enn einu sinni leiðrétt. Fjárfestingar Reykjanesbæjar hafa farið í uppbyggingu atvinnusvæða, bætt umhverfi, nýja leik- og grunnskóla og betri aðstöðu til íþrótta- og tónlistariðkunar. Ef þessi hópur hirðir um sannleikann sér hann að rekstur bæjarins (hefðbundin útgjöld sveitarfélaga til reksturs) hefur reynst vera með því hagkvæmasta sem gerist á meðal sveitarfélaga á Íslandi. Undarlegt er að ef búið er að „selja allar eigur“ Reykjanesbæjar undanfarin ár, skuli bærinn enn vera í hópi sveitarfélaga sem eiga hvað mestar eignir, svo aftur sé vitnað í gögn íslenskra sveitarfélaga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ekkert af þessu er sagt til að draga úr þeirri staðreynd að skuldir bæjarins vegna framangreindra fjárfestinga eru mjög miklar (aftur vitnað í gögn íslenskra sveitarfélaga) og þarf að ná niður. Það gerist hratt. Það gerist með því að losa eignir, sem eru utan við lögbundið hlutverk sveitarfélaga, eins og hlutabréf og skuldabréf (sem flest önnur sveitarfélög hafa þegar selt eða aldrei átt!)


Aðal verkefnið er þó að koma atvinnulífinu á fulla ferð og fá þannig miklar tekjur af fjárfestingunni sem orsakar skuldirnar. Eftir því bíður Helguvík. Þetta er að gerast með eða án atbeina ríkisstjórnarinnar. Það hefði gerst fljótar með þeirra atbeina en ekki er á allt kosið! Konurnar fimm í hreyfingu Samfylkingarinnar hljóta að fagna því að hagur bæjarins sé að batna!


Með sumarkveðju,
Árni Sigfússon, bæjarstjóri