Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Átak gert í umferðarfræðslu í grunnskólum Reykjanesbæjar
Mánudagur 10. mars 2008 kl. 09:18

Átak gert í umferðarfræðslu í grunnskólum Reykjanesbæjar

Tvö síðastliðin ár hefur Umferðarstofa í samstarfi við Námsgagnastofnun og Grundaskóla á Akranesi staðið fyrir átaki í umferðarfræðslu í grunnskólum landsins. Þetta átak er hlekkur í umferðaröryggisáætlun ríkistjórnarinnar. Markmiðið er að umferðarfræðslu sé sinnt með markvissum og skipulögðum hætti í öllum leik- og grunnskólum landsins.

Grunnskólarnir í Reykjanesbæ eru nú með sín mál til endurskoðunar. Það er stórt og mikið verkefni fyrir skólana að samræma þessa fræðslu og stuðla þannig með þátttöku bæjaryfirvald og foreldra að bættri umferðarmenningu í sveitarfélaginu. Umferðarslys eru samkvæmt alþjóða heilbrigðisstofnunni (WHO) eitt af helstu heilbrigðisvandamálum mannkyns og því mikilvægt að vel takist til. Hvert slys er einu slysi of mikið.

Grundaskóli á Akranesi er móðurskóli umferðarfræðslu á Íslandi og hafa starfsmenn skólans verið Reyknesingum til aðstoðar og ráðgjafar í þessari vinnu. Sigurður Þór Elísson er verkefnisstjóri í umferðarfræðslu.

Sérstökum vef hefur verið komið upp til að halda utanum umferðarfræðsluna. Umferðarvefurinn umferd.is var formlega opnaður 3. febrúar 2006 af þáverandi samgönguráðherra Sturlu Böðvarssyni. Grundaskóli hefur þá verði í nokkur ár að þróa og hanna vefinn í samvinnu við Umferðarstofu og Námsgagnastofnun.

En hvernig er umferðarfræðslu háttað í skólunum á þessu svæði?
Staðan er nú nokkuð góð, allir halda úti einhverri fræðslu, en mis mikið eins og gengur. En staðan er samt nokkuð góð hér í Reykjanesbæ enda á bæjarfélagið marga góða skóla. En hins vegar má segja að gott má alltaf bæta.

Hvað þarf að bæta?
Fyrst og fremst er að koma skipulagðri umferðarfræðslu á allt skólaárið. Setja fræðsluna með markvissu hætti inn í skólanámskrá skólanna. Umferðarfræðsla er ekki ein námsgrein heldur hluti af þeim öllum. Umferðarfræðsla tengist daglegu lífi fólks og ef árangur á að nást verður að taka mið af því. Það má í raun tengja umferð og umferðarfræðslu við allar námsgreinar í skólastarfinu.

Hvernig tóku skólarnir hér i Reykjanesbæ í þessa hugmynd að gera umferðarfræðslu hærra undir höfði?
Fulltrúum frá Umferðarstofu og Grundaskóla var mjög vel tekið á öllum stöðum. Stjórnendur og aðrir starfsmenn voru jákvæðir og mjög áhugasamir um að gera umferðarmálum og umferðarfræðslu góð skil í skólastarfinu. Margar góða hugmyndir komu fram hvað mætti betur fara í umferðarkennslumálum allt frá 1. bekk og upp í 10. bekk.

Hvað með þátttöku annarra aðila?
Það er rétt að umferðarfræðslan er ekki bara verkefni grunnskólans heldur er þetta samstarf fjölmargra aðila. T.d. er hér komið frábært hagsmunaverkefni fyrir öll foreldrafélögin. T.d. hvernig tryggjum við öruggar leiðir frá skóla og að heimili. Markmið okkar er að gera Reykjanesbæ og annað umhverfi að öruggu umhverfi fyrir börn og aðra vegfarendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður Þór Elísson

verkefnisstjóri.