Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ásmundur Friðriksson hefur kjark og þor
Laugardagur 27. apríl 2013 kl. 08:21

Ásmundur Friðriksson hefur kjark og þor

Viljum við sjá raunverulegar breytingar á Íslandi næsta kjörtímabil? Verum þá tilbúin að kveðja það liðna og opna nýjar dyr.

Ég held að ALLIR landsmenn hljóti að vilja landinu sínu, fjölskyldum og atvinnulífinu það besta. Síðustu ár hafa verið með þeim erfiðustu í sögu þjóðarinnar. Þá er auðvelt að standa til hliðar og telja sig vita betur og geta gert betur. Nú er komið að því að landsmenn kveði upp sinn dóm, hvernig til hefur tekist.

 Auðvitað vilja  allir landinu  sínu  það besta  annað væri með eindæmum furðulegt. Allt er þetta gott  fólk og ábyrgðarmikið sem skreytir efstu sæti framboðanna hér á Suðurnesjum.

Þegar við förum í kjörklefann í dag munum þá hvað það er sem við viljum ekki og hvað það er sem þarf til að koma okkur af stað eftir tímabil stöðnunar.

Við erum öll mannleg öllum verður okkur á í lífinu einhverntímann. Mistökin eru okkur e.t.v. sá besti skóli sem hugsast getur ef við nýtum okkur þau og snúum vörn í sókn. Fyrrum bæjarstjóri  Garðs, Ásmundur Friðriksson hefur staðið af sér mikinn storm og sannað sig fyrir Suðurnesjamönnum að þar fer maður sem gefst aldrei upp þó móti blási. Það þarf úthald, þrautseigju, kjark og vilja til að fara nýjar leiðir í pólitík til að koma þjóðinni af stað upp úr þeim öldudal sem við höfum setið föst í eftir hrun.

Við viljum öll breytingar, þess vegna mun ég þrátt fyrir allt og einmitt af því að Ásmundur Friðriksson er e.t.v. einn af fáum sem hefur kjark og þor til að fara nýjar leiðir styðja Ásmund á þing.

Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir,
fyrrum bæjarfulltrúi Garði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024