Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Áskorun um að bæta hag öryrkja og ellilífeyrisþega
Sunnudagur 17. desember 2006 kl. 21:21

Áskorun um að bæta hag öryrkja og ellilífeyrisþega

Skorað var á ríkisstjórn Íslands að bæta kjör öryrkja og ellilífeyris á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sl. fimmtudag 14. desember. Segir í áskoruninni að kjör þessara hópa hafi versnað til muna í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.


Einnig skoraði fundurinn á heilbrigðisráðherra að tryggja fjármagn til byggingar og reksturs á nýju hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ sem allra fyrst þar sem fjöldi fólks er í brýnni þörf fyrir að komast inn á hjúkrunarheimili.


Ný stjórn var kosin á fundinum og er Eysteinn Eyjólfsson formaður hennar. Með hinum í stjórn eru: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Lilja Samúelsdóttir, Hulda Björk Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Skarphéðinsson. Varamenn í stjórn voru kosnir þeir Stefán B. Ólafsson og Björn Herbert Guðbjörnsson.

 

Af vef Samfylkingarinnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024