Áskorun til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og heilbrigðisráðherra
Það sem við hollvinir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja höfðum talið óhugsandi er nú útlit fyrir að gangi eftir: niðurskurður á framlagi ríkisins til reksturs Heilbrigðis¬stofnunar Suðurnesja á þessu ári verði til þess að starfsemi skurðstofu verð aflögð. Þar með verða allar konur sem teljast í hópi áhættufæðinga fluttar til Reykjavíkur ásamt öllum sem hafa notið skurðlæknis¬þjónustu. Þetta er ákveðið þó að ekki liggi fyrir svo að óyggjandi sé að þessi ráðstöfn verði til þess að draga úr útgjöldum ríkisins. Það veldur okkur hollvinum HSS sem höfum starfað með nefnd um rekstur HSS miklum vonbrigðum. Geta má þess að Sólveig Þórðardóttir er tilnefnd af Styrktarfélagi Heilbrigðis¬stofn¬unar Suðurnesja og Eyjólfur Eysteinsson er tilnefndur af Félagi eldri borgara á Suðurnesjum. Við höfum vonað innilega fram á síðustu stund að það tækist að tryggja enn frekara fjármagn til reksturs sjúkrahússins.
Það er skoðun okkar að hægt sé að koma í veg fyrir að þjón¬ustan skurðlæknaþjónusta hér á HSS flytist til Reykjavíkur ef stjórnendur HSS og ráðuneytið vinni saman af heilum hug í málinu. Við hollvinir höfum ekki verið meðmæltir því að leigja skurðstofu til einkareksturs, en ef það má verða til þess að tryggja rekstur án þess að skerða aðra þjónustu HSS teljum við að rétt sé að reyna slíka leið. Tekjur af útleigu skurðstofu standi undir óbreittum rekstur skurðstofu.
Hollvinir og Konráð Lúðviksson læknir áttum fund með heilbrigðis¬ráðherra Álfheiði Ingadóttir fyrir skömmu þar sem við kynntum hugmyndir okkar um lausn sem gæti tryggt áfram þjónunstuna á HSS. Þar segir meðal annars:
,,Að heilbrigðisráðherra veiti leyfi til að nýta umfram rými á skurðstofu til útleigu enda sé tryggt að allur ágóði renni óskertur til HSS til að standa straum af þeirri lágmarks skurðþjónustu sem starfrækt væri samtímis í þágu íbúa Suðurnesja. Hér skal undirstrikað að um er að ræða leigutekjur sem renna óskertar til HSS”.
Ráðherra lét í framhaldi af þessari beiðni reikna út hver kosnaður væri af rekstri skurðstofunar, miða við þá starfsemi sem verið hefur og liggur sá kostaður fyrir.
Einnig fengum við upplýsingar frá starfsmönnum heil¬brigðis¬ráðuneytisins að þeirra túlkun væri að næsts skef varðandi umsókn um þetta form á reksti væri í höndum famkvæmdarstjórnar HSS. Framkvæmdarstjórnin hefur hins vegar tekið þá afstöðu að þær umsóknir sem berast um leigu á skurðstofu skuli beint til heilbrigðisráðneytisins. Þegar þetta er ritað er ekki vitað að neitt hafi gerst í málinu.
Hollvinir telja að það verði að fá niðurstöðu í þetta aðkallandi mál. Við heitum á heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjórn HSS að leysa þetta brýna mál hið bráðasta. Fæðandi konur á Suðurnesjum og aðrir íbúar eiga fyllsta öryggis í heilbrigðismálum skilið.
Eyjólfur Eysteinsson
Sólveig Þórðardóttir