Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Áskorun
Laugardagur 16. júní 2007 kl. 18:01

Áskorun

Heldur hefur verið dapurt að aka Hafnargötuna undanfarna daga, þar sem einn íbúa bæjarins hefur tekið upp hjá sjálfum sér að úthúða  bæjarstjóranum okkar, út frá forsendum sem erfitt er að skilja. Auðvitað eiga menn fullan rétt á að mótmæla, en verða þá líka að gæta þess að gera það á málefnalegan hátt, og særa ekki þá sem síst eiga skilið.

 

Það er alveg ljóst  að Árni Sigfússon bæjarstjóri og fjölskylda hans  eiga alls ekki skilið slíka aðför að æru sinni  á aðalumferðargötu bæjarins, og viljum við skora á þennan íbúa að taka nú þennan ósóma niður af húsi sínu , og vinna sín mál á málefnalegum grunni. 

                                                      
Hannes Friðriksson
Freyjuvöllum 6. Reykjanesbæ

 

Þórunn Benediktsdóttir

Freyjuvöllum 6. Reykjanesbæ

 

Kristbjörn Albertsson

Heiðarendi 4. Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024