Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 7. maí 2002 kl. 21:56

Ársreikningar Reykjanesbæjar 2001 lagðir fram

194. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fór fram í kvöld. Á fundinum voru lagðir fram ársreikningar ársins 2001. Heitar umræður brutust út í kjölfar reikninganna en meirihluti lagði fram þá bókun að með tilliti til útkomu ársreikninga sé fjármálastjórn meirihlutans traust. Oddviti minnuhlutans gagnrýndi bókunina harðlega og sagði útkomuna vera versta rekstrarár í sögu bæjarfélagsins.Hagnaður Reykjanesbæjar fyrir árið 2001 er tæpar 617 milljónir króna, heildareignir eru rúmir 10,6 milljarðar eða 975 þúsund á hvern íbúa. Eigið fé er rúmir 5,4 milljarðar króna, eða 497 þúsund á hvern íbúa. Skuldir Reykjanesbæjar eru hinsvegar 4,3 milljarðar eða 399 þúsund á hvern íbúa. Ein stærsta lækkun ársins 2001 er rekstur málaflokka án vaxta en árið 2000 var hún 85% en lækkar niður í 53% árið 2001. Ástæða fyrir þessari lækkun er breyting á eignarformi Reykjanesbæjar í Hitaveitu Suðurnesja.

Minnihluti bæjarstjórnar gagnrýndi þessa lækkun verulega og sagði Jóhann Geirdal, oddviti minnihlutans, bókun meirihlutans vera það ósvífnasta sem hann hefði nokkurn tíma sé á sínum stjórnmálaferli. "Það að færa niðurfærslu á eign okkar í Hitaveitu Suðurnesja sem tekjur í rekstri breytir engu um vandræðagang meirihlutans með stjórnun bæjarsjóðs," sagði Jóhann um bókunina. Ellert Eiríksson bæjarstjóri staðfesti þessa breytingu á rekstri málaflokka án vaxta hefði farið fram vegna breytinga á eignaformi í Hitaveitu Suðurnesja, en sagði ársreikninga bæjarfélagsins ekki vera neina blekkingu eins og minnihluti hélt fram og ítrekaði að engu hafi verið eytt í óráðsíu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024