Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Árni Rúnar stefnir á 2. – 4. sæti hjá Samfylkingu
Mánudagur 23. febrúar 2009 kl. 14:09

Árni Rúnar stefnir á 2. – 4. sæti hjá Samfylkingu

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum í kjölfar þess að fjármálakerfið og gjaldmiðillinn okkar hrundu á síðasta ári. Eftirlitsaðilar, sem áttu að gæta almannahagsmuna, brugðust og íslenska ríkið þurfti að leita skjóls hjá Alþjóðagjaldeyrisstjóðnum, aðrir möguleikar voru einfaldlega ekki fyrir hendi. Okkar bíður endurreisn á íslensku fjármála – og efnahagskerfi.
Tekjusamdráttur og aukin greiðsubyrði lána hafa sett heimilin, grundvöll hverrar fjölskyldu, í hættu. Fyrirtækin í landinu eru að sligast undan hæstu vöxtum, sem þekkjast í hinum vestræna heimi og aðgengi þeirra að lausafé er mjög takmarkað. Atvinnuleysi vex með degi hverjum. Forsenda þess, að endurreisnarstarfið gangi eftir, er að staðinn verði vörður um heimilin og fyrirtækin í landinu eftir mætti.
Hávær krafa er í samfélaginu um endurnýjun á Alþingi og sú skoðun er ríkjandi, að hún sé ein af forsendum endurreisnarinnar. Í því uppbyggingarstarfi, sem framundan er, skiptir mestu að hugmyndir jafnaðarmanna um jöfnuð, réttlæti og jafnrétti verði leiðarljós okkar. Ég hef mikinn hug á því að leggja mitt af mörkum í þessum mikilvægu verkefnum. Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fram fer 7. mars nk. og bjóða mig fram í 2. – 4. sætið á framboðslistanum í alþingiskosningum 25. apríl nk.  
Undanfarin ár hef ég starfað sem grunnskólakennari við Grunnskóla Hornafjarðar og síðastliðið ár hef ég starfað sem aðstoðarmaður Lúðvíks Bergvinssonar, formanns þingflokks Samfylkingarinnar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipaði ég fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar á Hornafirði, sem vann góðan sigur í kosningunum og er nú formaður bæjarráðs.
 
Árni Rúnar Þorvaldsson
Formaður bæjarráðs Hornafjarðar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024