Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 26. maí 2003 kl. 14:46

Árni Ragnar í sjávarútvegsnefnd og Hjálmar í félagsmálin

Hjálmar Árnason verður þingflokksformaður Framsóknarflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar, sem gegnt hefur embættinu undanfarin ár. Hjálmar fer einnig með formennsku í félagsmálanefnd þingsins. Þá verður Árni Ragnar Árnason formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.Þá verður Sólveig Pétursdóttir formaður utanríkismálanefndar í stað Sigríðar Önnu Þórðardóttur, sem tekur við embætti umhverfisráðherra síðar á kjörtímabilinu. Sigríður Anna verður formaður umhverfisnefndar.
Alþingi var sett klukkan 13:30 í dag. Í kvöld flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra stefnuræðu sína og verða síðan umræður um hana. Jónína Bjartmarz verður formaður heilbrigðis- og trygginganefndar og varaforseti þingsins. Magnús Stefánsson verður formaður fjárlaganefndar og varaformaður þingflokksins en Kristinn H. Gunnarsson verður formaður iðnaðarnefndar, Hjálmar Árnason verður formaður félagsmálanefndar.
Árni Ragnar Árnason verður formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, Guðmundur Hallvarðsson verður formaður samgöngunefndar, Gunnar I. Birgisson verður formaður menntamálanefndar og Drífa Hjartardóttir verður formaður landbúnaðarnefndar. Þá verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður allsherjarnefndar og Pétur Blöndal formaður efnahags- og viðskiptanefndar.

Morgunblaðið á Netinu/ Bylgjan / Ríkisútvarpið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024