Árni Ragnar í 1. sæti?
Árni Ragnar Árnason alþingismaður verður í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Drífa Hjartardóttir í öðru sæti samkvæmt heimildum Víkurfrétta, en 19 manna kjörnefnd sem hittist í Þorlákshöfn í gær mun leggja til þessa uppröðun á fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem haldinn verður í Stapa þann 30. nóvember nk. Raddir hafa verið uppi um það að Guðjón Hjörleifsson fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum skipi 3. sæti listans. Árni Ragnar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann neitaði ekki þessum fréttum, en ítrekaði að málið væri enn á verksviði uppstillingarnefndar og hún hefði ekki lokið störfum sínum.
Í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu sagði Kristján Pálsson alþingismaður að þessi niðurstaða væri mikil vonbrigði fyrir sig: “Mér finnst þetta vera ótrúleg framkoma að mínu áliti ef þessar fréttir eru réttar, sérstaklega ef miðað er við stöðu þingmanna í kjördæminu en það er enginn Suðurnesjamaður í fyrstu sætum framboðslistanna. Í mínum huga er þarna um sterkt klíkusamband að ræða og það er bara spurning hvað það heldur lengi. Klíkan í kringum Árna í fulltrúaráðinu hefur greinilega tekist að semja við aðila á Suðurlandinu. Ég minni á það að ég fór fram á að prófkjör yrði haldið en því var hafnað af stjórn af kjördæmisráðsins og vilji fólksins hefur því ekki komið fram ennþá. Ég lít á þetta sem áfall fyrir Suðurnesjamenn að fá ekki meira brautargengi á þessum lista,” sagði Kristján Pálsson í samtali við Víkurfréttir.
Í samtali við Víkurfréttir fyrir stundu sagði Kristján Pálsson alþingismaður að þessi niðurstaða væri mikil vonbrigði fyrir sig: “Mér finnst þetta vera ótrúleg framkoma að mínu áliti ef þessar fréttir eru réttar, sérstaklega ef miðað er við stöðu þingmanna í kjördæminu en það er enginn Suðurnesjamaður í fyrstu sætum framboðslistanna. Í mínum huga er þarna um sterkt klíkusamband að ræða og það er bara spurning hvað það heldur lengi. Klíkan í kringum Árna í fulltrúaráðinu hefur greinilega tekist að semja við aðila á Suðurlandinu. Ég minni á það að ég fór fram á að prófkjör yrði haldið en því var hafnað af stjórn af kjördæmisráðsins og vilji fólksins hefur því ekki komið fram ennþá. Ég lít á þetta sem áfall fyrir Suðurnesjamenn að fá ekki meira brautargengi á þessum lista,” sagði Kristján Pálsson í samtali við Víkurfréttir.