Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Árni Mathiesen í Suðurkjördæmi?
Þriðjudagur 1. ágúst 2006 kl. 00:30

Árni Mathiesen í Suðurkjördæmi?

Miklar líkur eru á því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar.

Í kjördæmunum hafa einhverjir þrýst á Árna að gefa kost á sér. Og hann mun hafa tekið því fremur vel. Margir eru á því að styrkja þurfi listann í Suðurkjördæmi; enginn alþingismanna þar sé nógu sterkur til að fara fyrir listanum.

Árni var í fyrsta sæti listans í SV-kjördæmi, Kraganum svokallaða, fyrir síðustu kosningar. Í næstu sætum á eftir voru Gunnar Birgisson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson. Listanum var stillt upp.

Ljóst þykir að Þorgerður Katrín mun sækjast stíft eftir fyrsta sætinu nú; enda bæði ráðherra og varaformaður. Og þar sem kjördæmið þykir vel mannað en leiðtoga vantar í Suðurkjördæmi finnst sumum eðlilegt að Árni færi sig um set og Þorgerður fái fyrsta sætið.

Síðast var listanum stillt upp í Suðurkjördæmi og urðu deilur og klofningur. Allar líkur eru á að prófkjör verðir fyrir næstu kosningar en það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs 30. september. Líklegt þykir að núverandi þingmenn sækist eftir endurkjöri og fleiri. Til dæmis þykir afar líklegt að Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, gefi kost á sér sem og Kristján Pálsson fyrrverandi þingmaður. Árni Johnsen sagði í dag ekki tímabært að tjá sig um þessi mál strax. Kristján segir allar líkur á að hann bjóði sig fram. Árni Mathiesen vildi ekki tjá sig um þetta í dag.

Frá þessu er greint á vef RUV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024