Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Árni Johnsen sækist eftir 1. sæti
Föstudagur 5. október 2012 kl. 13:34

Árni Johnsen sækist eftir 1. sæti

Til þess að taka af öll tvímæli, lýsi ég undirritaður því yfir , að ég gef kost á mér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Undanfarin tæp fjögur ár hafa verið nánast ónýt í íslenskum stjórnmálum vegna aðgerða- og úrræðaleysis stjórnvalda til mikils ama og óhamingju. Sem aldrei fyrr er þörf á mönnum með reynslu og þor og margþætt reynsla gefur manni verkvit sem skiptir máli í öllum atvinnugreinum og mannlífi Íslendinga. Verkin verða að tala. Undanfarin ár hafa margir boðið sig fram á vettvang stjórnmálanna án reynslu úr daglegum leik og störfum landsmanna. Þá missir sóknin marks  til árangurs  og menn skilja ekki skilin á þörfum og væntingum dreifbýlis og þéttbýlis og muninum þar á. Að hvoru tveggja þarf að hyggja. Heimilin og atvinnulífið eru höfuðlyklarnir. Þjóðarsálin verður að fá að anda, líf Íslendinga hefur aldrei verið samkvæmisleikur.

Ég hef notið þess í hópi þingreyndustu manna á Alþingi í dag að vera nánast heimamaður í öllum byggðum Suðurkjördæmis um langt árabil, er með tugi smárra og stórra mála í gangi á Alþingi og hef blússandi ástríðu og hugsjónaeld sem fyrr til þess að fylgja góðum málum fram. Það skiptir miklu máli að þingmenn með reynslu leiði lista Sjálfstæðisflokksins og þinglið Suðurkjördæmis. Ég mun kappkosta að Sjálfstæðisflokkurinn fari fyrir þingliði Suðurkjördæmis í góðri samvinnu þingmanna allra flokka. Það eru möguleikar í hverju fótmáli inn í framtíðina til árangurs í kjölfar krafts og baráttugleði fólksins okkar til sjávar og sveita, en við verðum að hafa kjark til þess að taka af skarið hvort sem það heyrir til óvinsælda eða vinsælda. Það sem skiftir öllu máli er árangur og leikgleði, vænt og vinalegt umhverfi Íslendinga með drifkraft í fararbroddi.

Árni Johnsen, alþingismaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024