Árni Johnsen bæjarstjóri í Sandgerði?
				
				Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, er orðaður við bæjarsjórastólinn í Sandgerði í DV í dag. Sagt er að sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætli sér meirihluta í bæjarstjórn með því að tefla Árna fram sem bæjarstjóraefni.Í sama greinarkorni í DV, Heita pottinum, segir að Sigurður Valur Ásbjarnarson, sitjandi bæjarstjóri Sandgerðinga, verði í framvarðasveit sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				