Árni Árnason sækist eftir 4. sæti X-D í Suðurkjördæmi
Árni Árnason blaðamaður úr Reykjanesbæ, gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fram fer 14. mars nk.
Árni hefur í fimmtán ár verið virkur þátttakandi innan Sjálfstæðisflokksins. Hann var varasveitarstjórnarmaður í Garði um árabil og átti sæti í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garði. Árni fluttist til Reykjanesbæjar 2004 og var formaður Heimis, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í 2 ár. Þá var Árni kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum árið 2007. Árni situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar, í stjórn Fasteigna Reykjanesbæjar, er í stjórn Sjálfstæðisfélagsins Keflvíkings og í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ.