Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Árna Sigfússyni svarað
Föstudagur 9. nóvember 2007 kl. 01:14

Árna Sigfússyni svarað

Í Víkurfréttum í dag ritar Árni Sigfússon, bæjarstjóri, langa grein þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum hvað varðar málefni Hitaveitunnar og vænir mig um persónulegar árásir í því sambandi. Ég ráðist á trúverðuleika hans og fleira í þeim dúr. Hann velur að gera þau málefni að persónulegri herför gegn sér. Hingað til hef ég stutt Árna Sigfússon af öllum þeim krafti sem mér er gefinn og reynt að taka málefnalega afstöðu til þeirra mála og verið sömu skoðunar og hann. Í málefnum Hitaveitu Suðurnesja hef ég hins vegar, eftir nákvæma skoðun á því máli, leyft mér sem íbúi  að efast um að þau 5 samningsmarkmið, sem sett hafa verið fram, sé það sem þjóni hagsmunum íbúar Reykjanesbæjar best til framtíðar. Í þessu máli erum við Árni Sigfússon því miður ekki sammála, og hefur það ekkert með hans persónu að gera. Þetta snýst um hagsmuni íbúanna í Reykjanesbæ og Suðurnesja allra.

Ég mun hér á eftir reyna að svara þeim ávirðingum sem Árni hefur valið að beina að mér.

7.8.9. liður

Ég læt hér fylgja með grein þá er Árni vitnar til þannig, að ekki fari milli mála hvað ég   hef skrifað og hvað hann hefur sagt um mál þetta . Og  það er alveg rétt skilið hjá Árna Sigússyni að í ljósi þeirra svara og spurninga sem hann gefur í viðtali þessu sá ég brýna ástæðu til að minna hann á til hvers hann var kosinn.

11. liður

Ég skil ekki af hverju Árni Sigfússon er undrandi yfir spurningunni um hvort hann viti eitthvað meira en við íbúarnir í bænum um þessi mál, og velji að líta á það sem persónulega árás. Hann hóf sjálfur umræðu á bæjarstjórnarfundi hinn  2.okt, þegar tilkynnt var um samruna GGE og REI hinn 3.okt, þar sem  eignarhlutur OR í HS var settur inn í þann samruna og allt útlit fyrir að HS myndi þar með lenda í meirihlutaeign einkaaðila. Er hann hissa á að ég skyldi spyrja þessarar spurningar? Og ef hann telur að þetta vegi að trúverðugleika hans verður hann algerlega að eiga það við sjálfan sig.

12. liður

Orð og hugsanir eru til alls fyrst  og mér datt í hug að þetta gæti hugsanlega verið leið til að leysa það vandamál sem upp var komið, en hef eftir nánari athugun komist að að þetta var ekki möguleiki í stöðunni til að tryggja meirihlutann, svo í þessu atriði get ég verið algerlega sammála Árna Sigfússyni.

13. liður

Þótt undarlegt megi virðast hvað þennan hlut greinar Árna varðar losna ég algerlega við allar ávirðingar en leyfi mér samt rétt hér í lokinn að hafa skoðun á þessum lið með því að vitna í orð bónda norðan úr landi sem sagði þegar hann var beðinn um að selja kýrnar sína: Hvað á ég þá að gera við mjaltakerfið?


Virðingarfyllst
Hannes Friðriksson, 
Íbúi í Reykjanesbæ


                                                        




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024