Áríðandi tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Þjónustuskerðing í sumar
Vegna manneklu og sumarleyfa mun HSS þurfa að skerða ýmsa þjónustu í sumar. Öllum bráðaerindum verður sinnt en öðrum erindum kann að verða forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar.
Aðeins slysum og bráðaerindum verður sinnt á slysa- og bráðamóttökunni. Einstaklingar eru vinsamlegast beðnir um að leita ekki með önnur erindi þangað.
ATH. skráðir skjólstæðingar HSS hafa forgang á þjónustu. Þeir sem ekki eru skráðir á heilsugæslustöðvar HSS í Reykjanesbæ, Grindavík eða Vogum gætu þurft að bíða eða sækja þjónustu á sína heilsugæslustöð.
Síðdegisvakt lækna verður með hefðbundnu sniði og hægt að panta tíma samdægurs frá kl. 13:00.
Reynt verður að sinna flestum erindum en reikna má með að bið verði á þjónustu. HSS biðlar til skjólstæðinga sinna að sýna þessum vanda skilning.
ATHUGIÐ að öllum bráðaerindum verður sinnt.
(Tilkynning frá HSS.)