Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Árásarmálið í Sandgerði: Yfirlýsing móður
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 15:26

Árásarmálið í Sandgerði: Yfirlýsing móður

Nú get ég ekki lengur látið sem ekkert sé.  Ég hef verið að lesa ummæli sem fram koma á bloggsíðum á mbl.is vegna slagsmála í Grunnskólanum í Sandgerði.

Þar er spjótum beint allharkalega að drengjunum tveimur, þó sérstaklega öðrum og skólastjóra Grunnskólans.

Upphaf þessa máls er sú að á miðvikudagskvöld var haldið diskótek á sal skólans.  Þessi skemmtun tókst í alla staði mjög vel, þar til rétt í lokinn.  Þá kom upp sú staða að umræddur drengur (fórnarlambið) fór að reyna að hoppa upp og ná upp í loft.  En þar sem hann náið ekki upp tók annar drengur, sem er sonur minn, að kalla hann polla.  Hans meining í því er sú að strákurinn væri það lítill að hann næði ekki upp.  Þetta er allt sagt í gríni, því fórnarlambið er alls ekki lítill eða eitthvað smávaxinn.  En drengurinn reiddist snögglega við uppnefnið og snéri sér að syni mínum, tók hann kverkataki og skellti hnénu í nefið á honum og kýldi í andlitið.  Að því loknu hljóp hann út úr skólanum og burt.  Eftir lá minn sonur, alblóðugur illa marinn á öðru auga, minna á hinu og bólgið nef og taldi læknir að hann hafi verið heppinn að nefbrotna ekki eða hljóta meiri skaða af.  Allmörg vitni voru að þessari árás sem þótti ansi ósanngjörn, sérstakleg þar sem tveggja ára aldursmunur er á þessum tveimur drengjum.

Viðbrögð skólastjórans voru þau að hringja í mig strax um kvöldið.  Þá var hún búin að fá skýringu frá syni mínum og aðstoða hann við að stoppa blóðnasir, sem voru ansi miklar.  Þá var ákveðið að sonur minn kæmi strax í upphafi næsta dags upp á skrifstofu hennar ásamt hinum og þar yrðu málin útkljáð.  Þetta gekk allt eftir og talið var að málinun væri lokið.
Annað hefur síðan komið í ljós, þar sem tveir drengir tóku málin í sínar hendur og ákváðu að  hefna sín fyrir hann án þess að sonur minn færi fram á það.  

Ég hafði ekki hugsað mér að tjá mig nokkuð um þetta mál en eins og málin hafa þróast get ég ekki orða bundist. Að sjálfsögðu er ekkert sem réttlætir þessar líkamsárásir, hvorki þá fyrri né þá seinni.  En ég get ekki með nokkru móti annað en látið þessa hlið á málinu koma í ljós, þar sem búið er að saka þessa tvo drengi um ýmislegt sem þeir eiga ekki, t.d. að þarna sé um eitthvert kynþáttahatur og einelti að þeirra hálfu að ræða.

Eins og allir vita er starfsfólk úr ýmsum stéttum bundið trúnaði, þ.á.m. starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði.  Ég er starfsmaður þar en ég er líka móðir.  Þar af leiðandi er ég ekki að brjóta trúnaðareið með því að koma með þessa hlið á málinu.  Ef skólastjóri skólans hefði hinsvegar sagt frá þessu í umtöluðu viðtali hefði hún verið að brjóta trúnað.

Ég tel að í Grunnskólanum í Sandgerði sé unnið mjög gott starf bæði í aga og eineltismálum og samskipti við foreldra og heimili séu mjög góð.

Ég geri ráð fyrir að þið áttið ykkur á því að þessum drengjum, öllum fjórum, og foreldrum þeirra líður ekki vel og þessi skrif sem hafa verið bæta ekki líðan þeirra.

Von mín er sú að með þessari yfirlýsingu skoði fólk málin og athugi það að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum.

Sigríður H. Sigurðardóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024