Árangur áfram
Hilmar nokkur Hafsteinsson fer mikinn í bullinu hér í grein „ Sólon framsókníus?“Talar um, svikin loforð, sviknar hugsjónir og kennir Framsókn um allt. Eitt er víst að hann hefur þurft að horfa niður fyrir tærnar á sér við að leita að efndum loforðum Samfylkingarinnar og aldrei fundið nokkrar efndir því þær hef engar verið. Það er ekki furðulegt að stuðningsmaður stjórnmálaflokks sem hvers formaður hefur lýst yfir að kjósendur treysta ekki , stuðningsmaður flokks , sem háskóla lektor hefur lýst yfir væri saman safn af fjármála fíflum og fólki sem ekkert vit hefði á rekstri, stuðningsmaður flokks sem er svo ístöðu laus í öllum stefnumálum að hann segir eitt í dag og annað á morgun allt eftir hvernig vindar blása í þjófélaginu, láti frá sér þvílíkt og annað eins bull.
Það er rétt að Suðurnesjamenn þurfa ekki reiknimeistara samfylkingarinnar til að segja sér hvað gert hefur verið síðasliðin fjögur ár það sést í best á almennir velmegun,
Bara til að nefna nokkur atriði sem hrekja málflutning Hilmars þá hefur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks meðal annars:
-lækkað virðisaukaskatt á matvæli,
-lækkað tekjuskatt,
-hækkað skattleysismörk,
-hækkað barnabótaaldur úr 16 árum í 18,
-hækkað frítekjumark atvinnutekna elli- og örorkulífeyrisþega,
-byggt upp húsnæði fyrir geðfatlaða,
-hrundið af stað stækkun Barna- og unglingageðdeildar,
-hafið hönnun og byggingu hátæknisjúkrahúss,
-stóraukið fjárframlög til rannsóknastarfs í háskólum,
-hækkað bætur almannatryggingakerfisins,
-gert samning við eldri borgara og öryrkja upp á 30 milljarða til næstu ára,
-stóraukið fjárframlög til nýsköpunar og sprotafyrirtækja,
-tekjutengt atvinnuleysisbætur,
-komið á feðraorlofi,
-hækkað lánshlutfall íbúðalána ÍLS í 90%,
-lækkað innflutningstolla á kjöt og kjötvörur um 40%,
- mörgum fleiri góðum málum var lofað og þaum efnd.
Ef þú vil tryggja öflugann, duglegan og reynslu mikinn fulltrúa okkar Suðurnesja þá er Helga Sigrún Harðardóttir þriðji maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi , einn besti valkosturinn.
Ef þú vilt sömu ríkistjórn áfram, og árangur áfram - ekkert stopp, þá setur þú X við B lista Framsóknar á kjördag. Það er eina trygging þess að árangur náist á nýjum tímum.
Kristinn Þór Jakobsson