Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Andremma
Laugardagur 11. febrúar 2012 kl. 12:35

Andremma

Líkamslykt manna er persónubundin en venjulega er engin lykt af því lofti sem fólk andar frá sér. Þrátt fyrir að oft sé talað um andfýlu kemur lyktin sem við finnum, upprunalega ekki alltaf úr munninum. Oft má rekja andremmu til sjúkdóma og sýkinga. Lykt myndast þegar bakteríur vinna úr matarleifum og gefa frá sér ákveðin rokgjörn brennisteinssambönd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Helst eru það próteinrík næringarefni, sem finnast meðal annars í mjólk og fiski, sem hafa slæm áhrif á lykt. Einnig er varhugavert í því sambandi að borða seint á kvöldin eða eftir klukkan 20:00 og ber sérstaklega að varast pizzu, franskar kartöflur og kjöt því líffæri mannsins hafa þá ekki tíma til þess að vinna úr næringarefnunum í tæka tíð fyrir svefninn. Þau gera það ekki fyrr en morguninn eftir en þá hafa myndast gös sem leiða til þess að við finnum ólykt úr munninum. Mikilvægt er þó að greina á milli stöðugrar og tímabundinnar andremmu. Neyti maður sterkra rétta, sem innihalda meðal annars lauk eða hvítlauk, myndast tímabundin andremma. Séu hins vegar sjúkdómar á ferðinni eins og nef- eða hálssýkingar er um stöðuga andremmu að ræða. Í slíkum tilfellum ætti að leita til læknis eða tannlæknis til að fá greiningu á andremmunni.


Fólk sem burstar tennur sínar tvisvar sinnum eða oftar á dag lifir um það bil 6,4 árum lengur en fólk sem burstar sjaldnar. Tannhreinsun er nauðsynleg og skal tilheyra daglegum þrifnaði. Ráðlegt er að fara í tannskoðun einu sinni til tvisvar á ári til þess að tryggja góða heilsu tanna. Heilsufarið er að stórum hluta til undir okkur sjálfum komið. Í gegnum munninn komast bakteríur í blóðrás og þar með í líffærakerfið sem leiðir til aukinnar tíðni hjarta- og blóðrásarsjúkdóma. Einnig eru ónæmiskerfi og öndunarvegur undir áhrifum tanna og munns. Röng hreinsun munns getur einnig verið ástæða sykursýki. Sykursýki (diabetesmellitus) er ævilöng langvarandi truflun í brisi sem þarfnast daglegrar meðferðar. Miklar efnaskiptatruflanir geta orðið en einnig sýkingar eins og hlaupabóla, rauðir hundar og hettusótt. Einnig getur þetta verið erfðatengt. Til er barna- og unglingasykursýki (tegund I) en einnig fullorðinssykursýki (tegund II) sem kemur ekki í ljós fyrr en hægt og rólega eftir fertugt. Sykursýki af tegund II einkennist af því að insúlínið hverfur smám saman, hægt og rólega úr líkamanum. Í bestu tilfellum er hægt að lækna hana með líkamlegri hreyfingu, megrun, lyfjum og sprautum, sér í lagi hjá hraustu fólki.


Tegund I er hins vegar mun alvarlegri. Börn og unglingar sem grunur leikur á að séu með sykursýki léttast þrátt fyrir stanslausa hungurtilfinningu og eru þreytt, slöpp og frekar ólífleg í daglegu amstri. Þau eru oft mjög þyrst en þurfa líka að tæma blöðruna mun oftar en önnur börn. Ef um alvarlegan insúlínskort er að ræða hefur það bæði áhrif á úrvinnslu kolvetna og truflanir á efnaskiptum fitu. Líffærakerfi sem eru í góðu lagi nota fitu sem brennsluefni en það er einungis hægt að vinna úr henni á réttan hátt ef kolvetnisbrennslan er nógu góð. Blóðið innheldur blóðsykur. Hann er lífsnauðsynlegur og er aðallega samsettur úr kolvetnum næringarefna sem eru tekin inn daglega. Mikilvægustu fæðutegundir sem ætti að borða daglega eru meðal annars kartöflur, grænmeti, núðlur, salat og ávextir auk léttra mjólkurvara. Sykurinn berst fyrst í lifur og þegar mikil líkamleg áreynsla á sér stað fer hann strax úr lifrinni í blóðrásina og þar með einnig í öll líffærin og brisið sem sendir aftur á móti insúlínhormón í blóðrásina. Mikilvægt er að börn og unglingar sem sýna einkenni sykursýki leiti strax til læknis og faglegrar þjónustu.


Birgitta Jónsdóttir Klasen.