Áminning
Miklar væntingar hafa verið byggðar upp um atvinnumöguleika í tengslum við álver í Helguvík. Meginmarkmið bæjaryfirvalda er fjölgun atvinnutækifæra og að renna styrkari stoðum undir atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Uppbyggingu álvers er jafnframt ætlað að vera mótvægisaðgerð vegna fækkunar starfa við brotthvarf varnarliðsins.
Umhverfisverndarsinnar hafa sýnt hina hlið málsins að undanförnu og vakið athygli á þeim spjöllum sem unnin verða á náttúru landsins, verði ráðist í þær virkjanir sem þarf til að framleiða orku fyrir álverið auk þess sem nú virðist vera að koma í ljós að rafmagnið verður flutt með loftlínum en ekki sæstreng eins og menn voru að gæla við.
Ekki er það ætlun mín að gera lítið úr því starfi sem nú þegar hefur verið unnið við undirbúninginn og eflaust góður hugur sem býr að baki Þar eru hinsvegar fjölmargir þröskuldar á leiðinni og alls óvíst hvort af upprisu álvers í Helguvík verður nokkurn tíma.
Staðreyndirnar eru þær að enn vantar um 40% orkunnar. Ekki er ljóst hvort nýjar jarðvarmavirkjanir munu skila allri þeirri orku sem þarf til að knýja álverið. Mikil andstaða er við frekari virkjanir sem liggur jafnframt í þeirri þrá að sjá annars konar uppbyggingu í atvinnumálum. Þá er ljóst að ef af stækkun í Straumsvík verður, mun uppbygging álvers í Helguvík taka mun lengri tíma en menn hafa leyft sér að vona. Suðurnesjamönnum eru enn í fersku minni miklar væntingar um byggingu magnesíumverksmiðju, álvers á Keilisnesi og stálpípuverksmiðju sem í langan tíma var rétt handan við hornið, þangað til menn kíktu fyrir hornið og uppgötvuðu að þar var ekkert þrátt fyrir framkvæmdir við lóð í Helguvík sem kostuðu hundruðir milljóna.
Eins og staðan er, þegar þetta er skrifað, eru 366 manns atvinnulausir í Reykjanesbæ, 2/3 hluti er konur. Í þeim hópi býr mikil reynsla sem nú nýtist ekki vegna skorts á atvinnutækifærum. Á sama tíma og atvinnuleysi dregst saman um 35% á landsvísu, eykst það á Suðurnesjum. Fjölbreytt atvinnutækifæri vantar sárlega fyrir konur á komandi misserum því þær voru, síðast þegar ég gáði, í miklum minnihluta við virkjanaframkvæmdir og kerskálabyggingar. Álver sem hugsanlega verður reist á næstu 10 árum skapar vissulega fjölmörg tækifæri og afleidd störf en er ekki svar við því atvinnuleysi sem Suðurnesjamenn standa frammi fyrir nú. Þar þarf að koma til annars konar stefnumótun.
Umhverfisverndarsinnar hafa sýnt hina hlið málsins að undanförnu og vakið athygli á þeim spjöllum sem unnin verða á náttúru landsins, verði ráðist í þær virkjanir sem þarf til að framleiða orku fyrir álverið auk þess sem nú virðist vera að koma í ljós að rafmagnið verður flutt með loftlínum en ekki sæstreng eins og menn voru að gæla við.
Ekki er það ætlun mín að gera lítið úr því starfi sem nú þegar hefur verið unnið við undirbúninginn og eflaust góður hugur sem býr að baki Þar eru hinsvegar fjölmargir þröskuldar á leiðinni og alls óvíst hvort af upprisu álvers í Helguvík verður nokkurn tíma.
Staðreyndirnar eru þær að enn vantar um 40% orkunnar. Ekki er ljóst hvort nýjar jarðvarmavirkjanir munu skila allri þeirri orku sem þarf til að knýja álverið. Mikil andstaða er við frekari virkjanir sem liggur jafnframt í þeirri þrá að sjá annars konar uppbyggingu í atvinnumálum. Þá er ljóst að ef af stækkun í Straumsvík verður, mun uppbygging álvers í Helguvík taka mun lengri tíma en menn hafa leyft sér að vona. Suðurnesjamönnum eru enn í fersku minni miklar væntingar um byggingu magnesíumverksmiðju, álvers á Keilisnesi og stálpípuverksmiðju sem í langan tíma var rétt handan við hornið, þangað til menn kíktu fyrir hornið og uppgötvuðu að þar var ekkert þrátt fyrir framkvæmdir við lóð í Helguvík sem kostuðu hundruðir milljóna.
Eins og staðan er, þegar þetta er skrifað, eru 366 manns atvinnulausir í Reykjanesbæ, 2/3 hluti er konur. Í þeim hópi býr mikil reynsla sem nú nýtist ekki vegna skorts á atvinnutækifærum. Á sama tíma og atvinnuleysi dregst saman um 35% á landsvísu, eykst það á Suðurnesjum. Fjölbreytt atvinnutækifæri vantar sárlega fyrir konur á komandi misserum því þær voru, síðast þegar ég gáði, í miklum minnihluta við virkjanaframkvæmdir og kerskálabyggingar. Álver sem hugsanlega verður reist á næstu 10 árum skapar vissulega fjölmörg tækifæri og afleidd störf en er ekki svar við því atvinnuleysi sem Suðurnesjamenn standa frammi fyrir nú. Þar þarf að koma til annars konar stefnumótun.