Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 1. september 2008 kl. 15:52

Ályktun um skipulagsmál í Reykjanesbæ

Stjórn Vinstri Grænna á Suðurnesjum ályktar að umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar beri að taka tillit til núverandi byggðar í Innri-Njarðvík varðandi skipulag nýrra bygginga við Hákot og Hákotstanga. Í eldra aðal- og deiliskipulagi var gert ráð fyrir að þarna myndi rísa lágreist byggð í takt við þá byggð sem fyrir er.

Á svæðinu má einnig finna fornminjar, þær einu sem minna á sjósókn þá er var á svæðinu fyrr á öldum. Stjórn VG á Suðurnesjum vill einnig benda á að enn hafa ekki komið fram nothæfar hugmyndir sem taka á aukinni umferð um skóla og leikskólasvæði í nágrenni við Hákot.

Stjórn VG á Suðurnesjum hvetur hlutaðhafandi aðila til að endurskoða skipulagið með nálægð við skóla, fornminjar og núverandi byggð í huga, og finna lausnir sem sameina hagsmuni allra sem nota svæðið.

F.h. stjórnar VG á Suðurnesjum
Þormóður Logi Björnsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024