Ályktun um raflínur og atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum
Aðalfundur VG á Suðurnesjum harmar eftirgjöf bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga í baráttu sinni fyrir því að nýjar háspennulínur gegnum sveitarfélagið verði lagðar í jörð. Stjórnin bindur vonir við að væntanlegar niðurstöður jarðstrengjanefndar Alþingis muni leiða í ljós að ekki sé þörf á jafn groddalegum háspennulínum og Landsnet telur að þurfi. Aðalfundur VG á Suðurnesjum varar við ofurvæntingum um jákvæð áhrif Álvers í Helguvík á atvinnulíf hér, en fagnar þeirri fjölþættu atvinnustarfsemi sem eflist hratt m.a. með þróttmiklum stuðningi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.