Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ályktun stjórnar UMFN um Stapa
Miðvikudagur 5. september 2007 kl. 14:06

Ályktun stjórnar UMFN um Stapa

Stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN) fagnar þeim hugmyndum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem fram hafa komið um stækkun Stapans með tónlistarskóla og rokkminjasafni.

 

Stjórn UMFN vill í þessu samhengi fara þess eindregið á leit við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að stækkað hús verði látið heita Stapinn. Með því heiðrar bæjarstjórnin minningu þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg til að hér gat risið eitt stærsta og glæsilegasta félagsheimili landsins tekið í notkun 23. október árið 1965.

 

Nafnið Stapinn kemur úr þeirri náttúru sem umlykur sveitarfélagið með Stapanum í austri og Stapafelli í suðri. Þessir útverðið standa enn fyrir sínu í nýju sveitarfélagi, Reykjanesbæ. 

 

Stjórn UMFN

Kristján Pálsson formaður (sign)

Þórunn Friðriksdóttir  gjaldkeri (sign)

Elsie Einarsdóttir ritari (sign)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024